Lífið

Björk á Hróarskeldu

Björk Sala á miðum á Hróarskeldu hefst í dag. Björk kom síðast fram á hátíðinni árið 2007.
Björk Sala á miðum á Hróarskeldu hefst í dag. Björk kom síðast fram á hátíðinni árið 2007.
Björk hefur staðfest að hún muni koma fram á Hróarskelduhátíðinni sem haldin verður dagana 5.-8. júlí næsta sumar.

Björk er fyrsti og eini listamaðurinn sem tilkynnt hefur verið að muni gleðja hátíðargesti, en í fréttatilkynningu á síðu tónleikahátíðarinnar sögðust aðstandendur himinlifandi yfir því að fá að bjóða stórstjörnuna velkomna aftur.

Hróarskeldustoppið verður hluti af tónleikaferð Bjarkar til að kynna áttundu hljómplötu hennar, Biophiliu, sem hlotið hefur lofsamlega dóma víða um heim.

Aðdáendur söngkonunnar eru að vonum ánægðir með fréttirnar og eru þegar farnir að orða vonir sínar um að hún endurtaki leikinn frá 2003 þegar hún lokaði hátíðinni með rafmagnaðri framkomu og flugeldasýningu á appelsínugula sviði Hróarskeldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×