Lífið

Greifarnir líta stoltir um öxl

tvöföld safnplata Hljómsveitin Greifarnir hefur gefið út tvöfalda safnplötu.
tvöföld safnplata Hljómsveitin Greifarnir hefur gefið út tvöfalda safnplötu.
„Þetta eru bara fyrstu 25 árin,“ segir Viddi í Greifunum um nýja tvöfalda safnplötu frá hljómsveitinni. Tilefnið er 25 ára afmæli hennar. „Það er ekki spurning að við lítum stoltir um öxl og bjartsýnir fram á við.“

Á gripnum er safn fjörutíu bestu laga Greifanna auk mynddisks. Þar eru tvær nýjar útgáfur af lögunum Draumadrottningin og Strákarnir í götunni sem voru hljóðritaðar á afmælistónleikum á Húsavík í sumar. Felix Bergsson, fyrsti söngvari Greifanna, syngur í Draumadrottningunni og var þetta í fyrsta sinn í fimmtán ár sem hann söng með bandinu.

Á mynddiskinum eru nítján tónlistarmyndbönd og fjórir sjónvarpsþættir þar sem Greifarnir komu fram. Með safninu fylgir einnig bæklingur þar sem saga hljómsveitarinnar er rakin. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×