Úr skugga White Stripes 1. desember 2011 10:00 sjöunda platan Blúsrokkararnir í The Black Keys hafa gefið út sjöundu plötu sína, El Camino. nordicphotos/getty Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Rokkdúóið The Black Keys gefur eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Hún fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út í fyrra. Bandarísku blúsrokkararnir í The Black Keys gefa eftir helgi út sína sjöundu plötu, El Camino. Platan fylgir eftir vinsældum Brothers sem kom út fyrir aðeins einu og hálfu ári. Hún stækkaði aðdáendahóp hljómsveitarinnar til muna, enda seldist hún í milljón eintökum. Auk þess að vera ofarlega á flestum árslistum fékk platan þrenn Grammy-verðlaun. Segja má að The Black Keys hafi með Brothers loksins stigið úr skugga hinnar sálugu The White Stripes, sem spilaði einnig bassalaust blúsrokk, var skipuð tveimur meðlimum og var með hvítan lit í nafninu sínu í stað svarts. Vinsældir hennar voru aftur á móti mun meiri en hjá The Black Keys. Fyrir upptökurnar á El Camino var upptökustjórinn Danger Mouse fenginn til að sitja við takkaborðið á allri plötunni, en á þeirri síðustu stjórnaði hann málum í hinu vel heppnaða smáskífulagi Tighten Up. Hann er meðlimur dúósins Gnarls Barkley og hefur að auki tekið upp Modern Guilt með Beck og Demon Days með Gorillaz. Í þetta sinn brugðu gítarleikarinn og söngvarinn Dan Auerbach og trommarinn Patrick Carney á það ráð að ferðast frá Ohio til tónlistarborgarinnar Nashville þar sem upptökurnar fóru fram. Afrakstrinum hefur verið lýst sem rökréttu framhaldi af Brothers. Grípandi popptaktarnir eru enn til staðar í bland við þéttofið blúsrokkið, sem er eins og áður undir áhrifum frá hinu svokallaða bílskúrsrokki sjöunda áratugar síðustu aldar. Dómar hafa verið að detta inn undanfarna daga. Spin gefur El Camino 8 af 10 mögulegum og líkir tónlistinni við gömlu refina ZZ Top, en með glimmer í skegginu, á meðan The Guardian gefur henni þrjár stjörnur af fimm. Þar segir gagnrýnandinn að platan sé hröð og skemmtileg en ætlist samt ekki til eins mikils af hlustandanum og fyrri verk hljómsveitarinnar. Annað breskt blað, The Independent, segir El Camino kröftugustu og mest heillandi rokkplötu ársins enda sé hún uppfull af grípandi lögum sem öll standi fyrir sínu. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira