Lífið

Ný Scarface í bígerð

Nýr montana Verið er að skrifa handrit eftir bók Armitage Trail, Scarface. Nýr Tony Montana mun því væntanlega líta dagsins ljós.
Nýr montana Verið er að skrifa handrit eftir bók Armitage Trail, Scarface. Nýr Tony Montana mun því væntanlega líta dagsins ljós.
Handritshöfundur Training Day, David Ayer, hefur verið ráðinn til að skrifa handritið að nýrri útgáfu af Scarface fyrir Universal-kvikmyndaverið. Verkefnið hefur verið lengi í bígerð en nú virðist loks vera kominn hreyfing á málið.

Sennilega vita ekki margir af því en fyrsta Scarface-myndin var gerð árið 1932 og skartaði Paul Muni í hlutverki ítalsks innflytjenda sem leggur undir sig undirheima Chicago. Hún var þá byggð á skáldsögu Armitage Trail og Oliver Stone notfærði sér hana þegar hann skrifaði handritið fyrir Brian De Palma-myndina árið 1983 þegar Al Pacino gerði ógleymanlegan kúbverska innflytjandann Tony Montana sem sölsaði undir sig kókaínmarkaðinn í Miami.

Í stuttu máli sagt er Scarface-plottið ákaflega einfalt. Innflytjandi kemur til Ameríku og leggur undir sig undirheimana. Samkvæmt upplýsingum vefsíðunnar Deadline.com er ráðgert að nýja Scarface-myndin gerist í nútímanum og að ekki verði um raunverulega endurgerð að ræða, hvorki á myndinni frá árinu 1932 né 1983. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×