Lífið

Marni í samstarf við Hennes & Mauritz

Nýtt samstarf Sænski verslanarisinn Hennes & Mauritz tilkynnir nýjan samstarfsaðila úr tískuheiminum. Nordicphotos/getty
Nýtt samstarf Sænski verslanarisinn Hennes & Mauritz tilkynnir nýjan samstarfsaðila úr tískuheiminum. Nordicphotos/getty
Tískuhúsið Marni verður næsti samstarfsaðili sænsku verslanakeðjunnar Hennes & Mauritz og kemur fatalínan í verslanir um allan heim í mars á næsta ári.

„Þetta ferli er búið að vera frábært og það er gaman að hanna fatnað fyrir breiðan hóp viðskiptavina,“ segir Consuelo Castignion, yfirhönnuður Marni, sem er þekkt fyrir fallegar litasamsetningar og munstur.

Fatalínan verður sumarleg fyrir dömur og herra. Búið er að leka nokkrum myndum frá samstarfinu á netið og það má sjá pils og jakka í litríku munstri, silfurlita hælaskó og íburðarmikla skartgripi. Það virðist því vera skemmtilegt vor í vændum hjá Hennes & Mauritz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×