Söngvaborg í hundrað þúsund eintökum 29. nóvember 2011 09:00 Miklar vinsældir Hundrað þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-diskunum fimm og sá sjötti er nú væntanlegur. Helga Braga, María Björk og Sigga Beinteins bíða að vonum spenntar.Fréttablaðið/Anton „María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
„María Björk [Sverrisdóttir] nefndi þessa tölu við mig fyrir skemmstu og ég trúði henni ekki. Ég hringdi því í hana aftur um daginn og þá voru hún og framleiðandinn okkar nýbúin að fara yfir tölurnar og þetta er víst rétt. Diskarnir fimm hafa selst í um hundrað þúsund eintökum,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona og söngkennari. Barnadiskarnir Söngvaborg hafa verið eitt vinsælasta barnaefnið á Íslandi frá því að fyrsti diskurinn kom út fyrir ellefu árum. Söng, dans og leik er blandað saman á árangursríkan hátt og þær Sigríður og María Björk hafa orðið miklir heimilisvinir hjá barnafólki. Diskarnir hafa flestir gengið í arf, frá einu systkini til annars, og alltaf notið jafn mikilla vinsælda. Og nú er sjötti diskurinn að koma út. „Kreppan setti smá strik í reikninginn hjá okkur og við tókum okkur smá pásu. Það hefur alltaf verið regla hjá okkur að gefa út nýjan disk annað hvert ár en nú eru liðin þrjú ár frá þeim síðasta,“ segir Sigríður en af því tilefni verður blásið til sérstaks Söngvaborgar-dags í Háskólabíó á laugardaginn klukkan eitt. Þar munu margir af góðkunningjum Söngvaborgar troða upp og skemmta krökkunum og foreldrum þeirra. „Salurinn tekur virkan þátt í þessu með okkur, syngur bæði með og dansar.“ Sigríður segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju Söngvaborg sé svona vinsæl hjá krökkum. En hún þekkir það af eigin raun hvernig börn límast við skjáinn þegar upphafslagið tekur að hljóma. „Tvíburarnir mínir hafa alveg rosalega gaman af þessu. Þeir eru hins vegar bara sjö mánaða og fá því bara að horfa stutt hverju sinni.“ - fgg
Lífið Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira