Nú er horfið Norðurland... Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. nóvember 2011 10:00 Ekki var Hagstofan fyrr búin að birta Þjóðhagsspá (yfirsjón hjá Davíð á sínum tíma að leggja hana ekki niður) þar sem segir að á árinu 2011 verði hagvöxtur í fyrsta sinn frá hruni – sem er mikill sigur fyrir Steingrím J. – en Ögmundur Jónasson brást snarlega við, hrifsaði til sín frétt vikunnar og tilkynnti að kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo fengi ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin hafði auðvitað legið lengi fyrir en tilkynningartíminn augljóslega vandlega valinn. Í góðsemi vegur þar hver annan… Og þar með urðu Norðlendingar af sínu nýja Fjallaskáldi, sem getur þá tekið undir með Kristjáni: „Nú er horfið Norðurland / nú á ég hvergi heima." Eða þannig. Þar með má með söknuði eftir því sem aldrei varð gæla við mynd úr framtíðinni: Lúxushótel á Grímsstöðum (tilgátuhús eftir ÁJ) þar sem allra þjóða yfirstéttarkvikindi sötra Manhattan með röri og skoða lopapeysuframleiðslu úr sveitinni og útskorna lunda á meðan hress æringjahljómsveit að norðlenskum hætti stritar við að skemmta; álengdar er tautandi próventukarl í sínum torfbæ, Ævar Kjartansson, rétt eina ferðina að skipta um glugga sem golfkúla hefur brotið en Huang sjálfur á þönum að bæta í glösin hjá gestum – og þingmönnum kjördæmisins. Allt er kátt og dátt… Erfitt að samreiðastEða var ekki alltaf einhver óraunveruleikablær á þessari bón og þessum áformum? Til eru þeir hagspekingar sem telja að allir eigi bara alltaf að fá að kaupa allt sem þeir vilja, alls staðar, en til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur einráð við stjórn landsins. Það er svolítið erfitt að samreiðast þingmönnum Samfylkingarinnar um akkúrat þetta mál. Þess verður ekki vart að þeir svo mikið sem gaumgæfi önnur sjónarmið í þessu máli en þá hugsjón að krækja í sem mestan pééning. Og að þeirra hlutverk sé að skaffa hann: Bara að selja allt draslið á sem mestan pééning og svo vona það besta um áform og efndir þess sem kaupir. Það skipti ekki máli heldur hitt: að fá pééning. Sumir tala eins og málið snúist um útlendingahatur – jafnvel rasisma – en það er ekki satt: þetta er auðmannaótti. Við gjöldum varhug við því þegar kemur ofboðslega ríkur náungi með stórkostleg – en fullkomlega óljós – áform. Við erum hrædd við nýjan Gleðiglaum. Við erum smeyk við þennan ómarkvissa stórhug. Fólki stendur ekki stuggur af þjóðerni eða uppruna þessa manns, en margir staðnæmast hins vegar við það að Huang Nubo kemur úr alræðisríki sem stjórnað er af lítilli klíku sem hann á auð sinn og frama að þakka. Það snýst ekki um þjóðerni heldur þjóðskipulag. Skyldi annars nokkur vera andvígur því að Huang Nubo reyni fyrir sér í rekstri hér á landi? Kaupi Eddu-hótel einhvers staðar og læri á þennan sérstaka markað? Eða litla ferðaskrifstofu? Reki gistiheimili á Egilsstöðum í tvö ár? Tengist með einhverjum hætti því sem hann ætlar að kaupa? Ætli það hafi ekki fremur verið stærðin og stórhugurinn og einhver svona hugdettubragur á þessu öllu saman sem fólki stóð almennt stuggur af – þetta minnti á okkar eigin bólubjána: engu líkara en að mættur væri innrásarvíkingur á svæðið með mjög óljósar hugmyndir aðrar en að hér væri allt á vonarvöl og því hægt að breiða úr sér. Eignarhaldsfélagið Sviðin jörðEn hér er ekki allt á vonarvöl. Sjávarútvegurinn aflar svo mikils fjár fyrir dreifðar byggðir landsins – þar á meðal í kjördæmi hinna bálvondu þingmanna – að mann sundlar. Kaupið er gott hjá sjómönnum og í landi, útgerðarmenn græða á tá og fingri og sé allt með felldu tekur að vaxa kringum þessa auðsæld margvísleg þjónusta og starfsemi. Ferðaþjónusta hefur vaxið jafnt og þétt og heldur áfram að gera það, hvað sem líður Huang Nubo; sígandi lukka reynist áreiðanlega best í þeirri atvinnugrein eins og öðrum og uppbygging innan úr samfélaginu fremur en að skrilljónamæringur komi að utan og búi til sitt prívat-Disneyland. Hafi þetta mál orðið til einhvers annars en að vera dæmigert skammdegisupphlaup þá ætti það að vera að vekja athygli á nauðsyn þess að stjórnvöld hugi að lagasetningu um eignarhald og nýtingu lands eins og Soffía Sigurðardóttir benti á í snjöllum pistli á vefsvæðinu Smugan. Í stóru-bólu sem blés út hér fyrir nokkrum árum urðu til alræmd félög auðmanna sem lögðust í ógurleg jarðakaup – allt upp á krít náttúrlega – í einhverjum draumi um að gerast jarlar yfir Íslandi. Víða voru þetta litlir aufúsugestir í sveitum landsins, spænandi um bæjarhlöðin í stórbokkaskap á þyrlum og nýkeyptum góðhestum. Nú er þetta allt í einhverjum þrotabúum, sviðin jörð. Þáverandi stjórnvöld virtust þá láta sér þetta vel líka eins og allt annað á þeim skringilegu tímum þegar efnahagslífi þjóðarinnar var stjórnað eftir fyrirsögn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. En nú er sem sé komin ríkisstjórn sem hefur auðnast að vekja hagvöxt sem byggir ekki á væntingum og vild heldur raunverulegri starfsemi. Sú stjórn aðhyllist ekki þá hagspeki að allir eigi alltaf að fá að kaupa allt sem þeir vilja, alls staðar (út á krít). Vonandi sjáum við lagasetningu bráðlega sem tryggir að ekki verði meiri samþjöppun á eignarhaldi lands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Jarðakaup útlendinga Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Ekki var Hagstofan fyrr búin að birta Þjóðhagsspá (yfirsjón hjá Davíð á sínum tíma að leggja hana ekki niður) þar sem segir að á árinu 2011 verði hagvöxtur í fyrsta sinn frá hruni – sem er mikill sigur fyrir Steingrím J. – en Ögmundur Jónasson brást snarlega við, hrifsaði til sín frétt vikunnar og tilkynnti að kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo fengi ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin hafði auðvitað legið lengi fyrir en tilkynningartíminn augljóslega vandlega valinn. Í góðsemi vegur þar hver annan… Og þar með urðu Norðlendingar af sínu nýja Fjallaskáldi, sem getur þá tekið undir með Kristjáni: „Nú er horfið Norðurland / nú á ég hvergi heima." Eða þannig. Þar með má með söknuði eftir því sem aldrei varð gæla við mynd úr framtíðinni: Lúxushótel á Grímsstöðum (tilgátuhús eftir ÁJ) þar sem allra þjóða yfirstéttarkvikindi sötra Manhattan með röri og skoða lopapeysuframleiðslu úr sveitinni og útskorna lunda á meðan hress æringjahljómsveit að norðlenskum hætti stritar við að skemmta; álengdar er tautandi próventukarl í sínum torfbæ, Ævar Kjartansson, rétt eina ferðina að skipta um glugga sem golfkúla hefur brotið en Huang sjálfur á þönum að bæta í glösin hjá gestum – og þingmönnum kjördæmisins. Allt er kátt og dátt… Erfitt að samreiðastEða var ekki alltaf einhver óraunveruleikablær á þessari bón og þessum áformum? Til eru þeir hagspekingar sem telja að allir eigi bara alltaf að fá að kaupa allt sem þeir vilja, alls staðar, en til allrar hamingju eru slík sjónarmið ekki lengur einráð við stjórn landsins. Það er svolítið erfitt að samreiðast þingmönnum Samfylkingarinnar um akkúrat þetta mál. Þess verður ekki vart að þeir svo mikið sem gaumgæfi önnur sjónarmið í þessu máli en þá hugsjón að krækja í sem mestan pééning. Og að þeirra hlutverk sé að skaffa hann: Bara að selja allt draslið á sem mestan pééning og svo vona það besta um áform og efndir þess sem kaupir. Það skipti ekki máli heldur hitt: að fá pééning. Sumir tala eins og málið snúist um útlendingahatur – jafnvel rasisma – en það er ekki satt: þetta er auðmannaótti. Við gjöldum varhug við því þegar kemur ofboðslega ríkur náungi með stórkostleg – en fullkomlega óljós – áform. Við erum hrædd við nýjan Gleðiglaum. Við erum smeyk við þennan ómarkvissa stórhug. Fólki stendur ekki stuggur af þjóðerni eða uppruna þessa manns, en margir staðnæmast hins vegar við það að Huang Nubo kemur úr alræðisríki sem stjórnað er af lítilli klíku sem hann á auð sinn og frama að þakka. Það snýst ekki um þjóðerni heldur þjóðskipulag. Skyldi annars nokkur vera andvígur því að Huang Nubo reyni fyrir sér í rekstri hér á landi? Kaupi Eddu-hótel einhvers staðar og læri á þennan sérstaka markað? Eða litla ferðaskrifstofu? Reki gistiheimili á Egilsstöðum í tvö ár? Tengist með einhverjum hætti því sem hann ætlar að kaupa? Ætli það hafi ekki fremur verið stærðin og stórhugurinn og einhver svona hugdettubragur á þessu öllu saman sem fólki stóð almennt stuggur af – þetta minnti á okkar eigin bólubjána: engu líkara en að mættur væri innrásarvíkingur á svæðið með mjög óljósar hugmyndir aðrar en að hér væri allt á vonarvöl og því hægt að breiða úr sér. Eignarhaldsfélagið Sviðin jörðEn hér er ekki allt á vonarvöl. Sjávarútvegurinn aflar svo mikils fjár fyrir dreifðar byggðir landsins – þar á meðal í kjördæmi hinna bálvondu þingmanna – að mann sundlar. Kaupið er gott hjá sjómönnum og í landi, útgerðarmenn græða á tá og fingri og sé allt með felldu tekur að vaxa kringum þessa auðsæld margvísleg þjónusta og starfsemi. Ferðaþjónusta hefur vaxið jafnt og þétt og heldur áfram að gera það, hvað sem líður Huang Nubo; sígandi lukka reynist áreiðanlega best í þeirri atvinnugrein eins og öðrum og uppbygging innan úr samfélaginu fremur en að skrilljónamæringur komi að utan og búi til sitt prívat-Disneyland. Hafi þetta mál orðið til einhvers annars en að vera dæmigert skammdegisupphlaup þá ætti það að vera að vekja athygli á nauðsyn þess að stjórnvöld hugi að lagasetningu um eignarhald og nýtingu lands eins og Soffía Sigurðardóttir benti á í snjöllum pistli á vefsvæðinu Smugan. Í stóru-bólu sem blés út hér fyrir nokkrum árum urðu til alræmd félög auðmanna sem lögðust í ógurleg jarðakaup – allt upp á krít náttúrlega – í einhverjum draumi um að gerast jarlar yfir Íslandi. Víða voru þetta litlir aufúsugestir í sveitum landsins, spænandi um bæjarhlöðin í stórbokkaskap á þyrlum og nýkeyptum góðhestum. Nú er þetta allt í einhverjum þrotabúum, sviðin jörð. Þáverandi stjórnvöld virtust þá láta sér þetta vel líka eins og allt annað á þeim skringilegu tímum þegar efnahagslífi þjóðarinnar var stjórnað eftir fyrirsögn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. En nú er sem sé komin ríkisstjórn sem hefur auðnast að vekja hagvöxt sem byggir ekki á væntingum og vild heldur raunverulegri starfsemi. Sú stjórn aðhyllist ekki þá hagspeki að allir eigi alltaf að fá að kaupa allt sem þeir vilja, alls staðar (út á krít). Vonandi sjáum við lagasetningu bráðlega sem tryggir að ekki verði meiri samþjöppun á eignarhaldi lands.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun