Erfiðast að semja textana 22. nóvember 2011 07:00 Þriðja plata Pollapönks er komin í verslanir og á henni er hellingur af hressum lögum fyrir börn og fullorðna. Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum. Spurður út í ástæðuna fyrir vinsældum Pollapönks segir Haraldur Freyr Gíslason að ágæt lög og textar hljóti að leika þar stóra rullu. „Og líka sú breyta að við erum virkilega að hafa gaman af þessu. Við erum ekkert að setja okkur í stellingar þegar við erum að semja lög og texta,“ segir Halli. „Annaðhvort er þetta bara gott lag eða ekki gott lag. Þetta er frábær vettvangur til að búa til popplög, að reyna að ná til svona breiðs hóps.“ Fyrsta plata Pollapönks gerðu þeir Halli og Heiðar Örn Kristjánsson í tengslum við lokaritgerð sína í Kennaraháskólanum. Síðan þá hafa þeir Guðni Finnsson og Arnar Gíslason bæst í hópinn. Á nýju plötunni eru tólf frumsamin lög, þar á meðal Bjartmar sem er tileinkað Bjartmari Guðlaugssyni og einnig hin eldhressu Ættarmót og Hananú. Textarnir eru skemmtilegir sem fyrr en að sögn Halla er mesti höfuðverkurinn að semja þá, enda þurfa þeir að höfða til bæði barna og fullorðinna. Útgáfutónleikar Pollapönks verða í desember. Sveitin spilar næst í íþróttahúsinu í Breiðholti á fimmtudaginn, 29. nóvember verður hún í Edrúhöllinni og 3. desember taka við tónleikar hjá Keili í Reykjanesbæ. Á næsta ári hefur stefnan svo verið sett á leikrit um krakkana í Pollafirði, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá.freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Pollapönk hefur gefið út sína þriðju plötu, Aðeins meira Pollapönk. Fyrstu tvær plöturnar hafa selst í hátt í sex þúsund eintökum. Spurður út í ástæðuna fyrir vinsældum Pollapönks segir Haraldur Freyr Gíslason að ágæt lög og textar hljóti að leika þar stóra rullu. „Og líka sú breyta að við erum virkilega að hafa gaman af þessu. Við erum ekkert að setja okkur í stellingar þegar við erum að semja lög og texta,“ segir Halli. „Annaðhvort er þetta bara gott lag eða ekki gott lag. Þetta er frábær vettvangur til að búa til popplög, að reyna að ná til svona breiðs hóps.“ Fyrsta plata Pollapönks gerðu þeir Halli og Heiðar Örn Kristjánsson í tengslum við lokaritgerð sína í Kennaraháskólanum. Síðan þá hafa þeir Guðni Finnsson og Arnar Gíslason bæst í hópinn. Á nýju plötunni eru tólf frumsamin lög, þar á meðal Bjartmar sem er tileinkað Bjartmari Guðlaugssyni og einnig hin eldhressu Ættarmót og Hananú. Textarnir eru skemmtilegir sem fyrr en að sögn Halla er mesti höfuðverkurinn að semja þá, enda þurfa þeir að höfða til bæði barna og fullorðinna. Útgáfutónleikar Pollapönks verða í desember. Sveitin spilar næst í íþróttahúsinu í Breiðholti á fimmtudaginn, 29. nóvember verður hún í Edrúhöllinni og 3. desember taka við tónleikar hjá Keili í Reykjanesbæ. Á næsta ári hefur stefnan svo verið sett á leikrit um krakkana í Pollafirði, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá.freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira