Draumurinn um annan Össur Þorsteinn Pálsson skrifar 19. nóvember 2011 06:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að Össur hf. er áhrifamikið fyrirtæki á alþjóðamarkaði á sínu sviði. Hitt vita menn líka að það hefur mikla þýðingu fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Það sýnir hversu mikið getur sprottið af íslensku hugviti og alþjóðavæðingu. Ef eitthvað er til sem kalla má dæmi um íslenska drauminn er það hvernig þetta fyrirtæki breyttist úr vísi í við. Fyrir réttri viku birtist viðtal við Jón Sigurðsson forstjóra Össurar hf. í sérstöku blaði sem helgað var sjötíu ára afmæli stjórnmálatengsla Íslands og Bandaríkjanna. Þar sagði forstjórinn: „Össur hf. fær reyndar víðtækar undanþágur frá höftunum sem gerir okkur mögulegt að vera á Íslandi, en ekkert fyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum markaði getur unnið á undanþágum til lengri tíma. Það einfaldlega gengur ekki upp. Þessi staða sem við búum við er afleiðing af gjaldmiðli sem nýtur ekki trausts og hefur ekki gert um áratugaskeið. Það er því grundvallarspurning, sem brýnt er að svara, hvernig gjaldmiðlamálum þjóðarinnar á að vera háttað til frambúðar. Ef við ætlum að reka þróað þjóðfélag á Íslandi, skapa vöxt og atvinnu, þá verðum við að horfa í kringum okkur. Það þarf að búa íslenskum fyrirtækjum samkeppnishæfa aðstöðu. Hún er ekki fyrir hendi í dag.“ Þetta fyrtæki lifir nú á undanþágu frá meginreglu. Hún fæst vegna stærðar þess og mikilvægis. En fengist undanþágan ef fyrirtækið væri í dag aðeins vísir að þeim viði sem síðar óx? Víst er að sú framtíðarsýn sem blasir við leyfir landsmönnum ekki að segja með sannfærinugu: Við eigum okkur draum um annan Össur.Niðurlæging Undanþágur eru aldrei sjálfgefnar. Það er þess vegna góður vitnisburður um stjórnvöld að þau skuli skilja að fyrirtæki eins og þetta þarf hjáleið um haftareglurnar. Hin hliðin á þeim peningi er sú niðurlæging fyrir frjálsa og fullvalda þjóð að fyrirtækin sem eiga að skapa vöxt framtíðarinnar, bæta lífskjörin og tryggja velferðina, skuli þrífast á undanþágum. Meginregla haftanna segir að fyrirtæki af þessu tagi eigi að flytjast úr landi. Hún sendir líka þau skilaboð að hugmyndir sem séu á teikniborðinu eigi að lúta þessu lögmáli. Viljum við þá framtíð að slíkir draumar rætist í útlöndum en ekki hér heima? Viðskiptafrelsið er óaðskiljanlegur hluti af raunverulegu fullveldi þjóðanna. Athafnafrelsi einstaklinganna í nútímanum er nafnið tómt í gjaldeyrishaftasamfélagi. Sjávarauðlindin er fullnýtt. Orkuauðlindirnar eru takmarkaðar. Vaxtarmöguleikar Íslands felast í hugviti og þekkingu sem hefur það olnbogarými sem gat gert drauminn um Össur að veruleika. Það sem nú skortir er skýr framtíðarsýn sem varðar leið að því marki að þessi fyrirtæki njóti á Íslandi samkeppnisskilyrða og stöðugleika sem jafnast á við það sem keppinautarnir búa við. Sjávarútvegurinn færði þjóðina úr fátækt til bjargálna. Hann verður um langan tíma mikilvæg undirstaða í þjóðarbúskapnum. En velferð framtíðarinnar byggist á nýjum fyrirtækjum eins og Össuri hf. Hin nýja fullveldisbarátta miðar að því að tryggja að landið verði fullgildur þátttakandi í þeirri alþjóðavæðingu sem er forsenda fyrir því að sá draumur rætist.Snúið viðfangsefni Það er sannarlega vandasamt viðfangsefni að tryggja Íslandi þessa stöðu. Þær gífurlegu hremmingar sem erlendir fjármálamarkaðir eru nú í gera þetta til muna snúnara viðfangs. Þeir sem forystu hafa fyrir landsmálum mega hins vegar ekki láta slíka erfiðleika lama athafnaþrekið þannig að menn víki sér undan að takast á við vandann. Engum getur dulist að þeir erfiðleikar sem nú steðja að vegna skuldavanda margra Evrópuríkja kalla á nýja nálgun í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið en ekki að þeim verði hætt. Evrópusambandsaðild leysir ekki sjálfkrafa nein af þeim vandamálum sem við glímum við. Hún getur hins vegar auðveldað okkur að búa atvinnulífinu þau samkeppnisskilyrði sem það þarf á að halda ef vel tekst til. Öll fyrri skref á þeirri braut hafa reynst happadrjúg. Nýtt skref er í raun rökrétt framhald í þróun utanríkisstefnu sem mótuð var eftir seinna stríð. Ólgan á fjármálamörkuðum Evrópu þýðir að við þurfum að gefa okkur lengri tíma til að ná niðurstöðu. Evrópa þarf að hugsa marga hluti upp á nýtt, en hún má ekki hætta að hugsa. Það megum við ekki heldur. Það er gott að hafa trú á rótgrónum atvinnugreinum en að loka Ísland af með þeim þýðir stöðnun. Við verðum því að takast á við það stóra verkefni að tryggja athafnafrelsinu þann jarðveg sem gefur af sér nýjan ávöxt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það er kunnara en frá þurfi að segja að Össur hf. er áhrifamikið fyrirtæki á alþjóðamarkaði á sínu sviði. Hitt vita menn líka að það hefur mikla þýðingu fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Það sýnir hversu mikið getur sprottið af íslensku hugviti og alþjóðavæðingu. Ef eitthvað er til sem kalla má dæmi um íslenska drauminn er það hvernig þetta fyrirtæki breyttist úr vísi í við. Fyrir réttri viku birtist viðtal við Jón Sigurðsson forstjóra Össurar hf. í sérstöku blaði sem helgað var sjötíu ára afmæli stjórnmálatengsla Íslands og Bandaríkjanna. Þar sagði forstjórinn: „Össur hf. fær reyndar víðtækar undanþágur frá höftunum sem gerir okkur mögulegt að vera á Íslandi, en ekkert fyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum markaði getur unnið á undanþágum til lengri tíma. Það einfaldlega gengur ekki upp. Þessi staða sem við búum við er afleiðing af gjaldmiðli sem nýtur ekki trausts og hefur ekki gert um áratugaskeið. Það er því grundvallarspurning, sem brýnt er að svara, hvernig gjaldmiðlamálum þjóðarinnar á að vera háttað til frambúðar. Ef við ætlum að reka þróað þjóðfélag á Íslandi, skapa vöxt og atvinnu, þá verðum við að horfa í kringum okkur. Það þarf að búa íslenskum fyrirtækjum samkeppnishæfa aðstöðu. Hún er ekki fyrir hendi í dag.“ Þetta fyrtæki lifir nú á undanþágu frá meginreglu. Hún fæst vegna stærðar þess og mikilvægis. En fengist undanþágan ef fyrirtækið væri í dag aðeins vísir að þeim viði sem síðar óx? Víst er að sú framtíðarsýn sem blasir við leyfir landsmönnum ekki að segja með sannfærinugu: Við eigum okkur draum um annan Össur.Niðurlæging Undanþágur eru aldrei sjálfgefnar. Það er þess vegna góður vitnisburður um stjórnvöld að þau skuli skilja að fyrirtæki eins og þetta þarf hjáleið um haftareglurnar. Hin hliðin á þeim peningi er sú niðurlæging fyrir frjálsa og fullvalda þjóð að fyrirtækin sem eiga að skapa vöxt framtíðarinnar, bæta lífskjörin og tryggja velferðina, skuli þrífast á undanþágum. Meginregla haftanna segir að fyrirtæki af þessu tagi eigi að flytjast úr landi. Hún sendir líka þau skilaboð að hugmyndir sem séu á teikniborðinu eigi að lúta þessu lögmáli. Viljum við þá framtíð að slíkir draumar rætist í útlöndum en ekki hér heima? Viðskiptafrelsið er óaðskiljanlegur hluti af raunverulegu fullveldi þjóðanna. Athafnafrelsi einstaklinganna í nútímanum er nafnið tómt í gjaldeyrishaftasamfélagi. Sjávarauðlindin er fullnýtt. Orkuauðlindirnar eru takmarkaðar. Vaxtarmöguleikar Íslands felast í hugviti og þekkingu sem hefur það olnbogarými sem gat gert drauminn um Össur að veruleika. Það sem nú skortir er skýr framtíðarsýn sem varðar leið að því marki að þessi fyrirtæki njóti á Íslandi samkeppnisskilyrða og stöðugleika sem jafnast á við það sem keppinautarnir búa við. Sjávarútvegurinn færði þjóðina úr fátækt til bjargálna. Hann verður um langan tíma mikilvæg undirstaða í þjóðarbúskapnum. En velferð framtíðarinnar byggist á nýjum fyrirtækjum eins og Össuri hf. Hin nýja fullveldisbarátta miðar að því að tryggja að landið verði fullgildur þátttakandi í þeirri alþjóðavæðingu sem er forsenda fyrir því að sá draumur rætist.Snúið viðfangsefni Það er sannarlega vandasamt viðfangsefni að tryggja Íslandi þessa stöðu. Þær gífurlegu hremmingar sem erlendir fjármálamarkaðir eru nú í gera þetta til muna snúnara viðfangs. Þeir sem forystu hafa fyrir landsmálum mega hins vegar ekki láta slíka erfiðleika lama athafnaþrekið þannig að menn víki sér undan að takast á við vandann. Engum getur dulist að þeir erfiðleikar sem nú steðja að vegna skuldavanda margra Evrópuríkja kalla á nýja nálgun í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið en ekki að þeim verði hætt. Evrópusambandsaðild leysir ekki sjálfkrafa nein af þeim vandamálum sem við glímum við. Hún getur hins vegar auðveldað okkur að búa atvinnulífinu þau samkeppnisskilyrði sem það þarf á að halda ef vel tekst til. Öll fyrri skref á þeirri braut hafa reynst happadrjúg. Nýtt skref er í raun rökrétt framhald í þróun utanríkisstefnu sem mótuð var eftir seinna stríð. Ólgan á fjármálamörkuðum Evrópu þýðir að við þurfum að gefa okkur lengri tíma til að ná niðurstöðu. Evrópa þarf að hugsa marga hluti upp á nýtt, en hún má ekki hætta að hugsa. Það megum við ekki heldur. Það er gott að hafa trú á rótgrónum atvinnugreinum en að loka Ísland af með þeim þýðir stöðnun. Við verðum því að takast á við það stóra verkefni að tryggja athafnafrelsinu þann jarðveg sem gefur af sér nýjan ávöxt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun