Einlæg og fróðleg bók um geðveiki Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 21. nóvember 2011 14:30 Ómunatíð eftir Styrmi Gunnarsson. Bækur. Ómunatíð - saga um geðveiki. Styrmir Gunnarsson. Veröld. Í bókinni Ómunatíð segir Styrmir Gunnarsson af veikindum eiginkonu sinnar, Sigrúnar Finnbogadóttur, sem glímt hefur við geðhvarfasýki í yfir fjörutíu ár. Sigrún skrifar aðfaraorð og í eftirmála birtist ræða dóttur þeirra, Huldu Dóru, sem hún hélt á málþingi geðsviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss í fyrra. Það fer vel á því að mæðgurnar rammi inn þessa sögu, sem öðrum þræði er fjölskyldusaga, enda illmögulegt að slíta hinn geðsjúka úr tengslum við umhverfi sitt. Birt eru brot úr sjúkraskýrslum Sigrúnar, en þær sýna ástand hennar þegar hún er lögð inn á geðdeild, með augum læknanna sem skýrslurnar skrifa. Árum saman var hún ranglega greind með geðklofa (schizophreniu) og það þurfti að reyna margar tegundir lyfja og raflækningar áður en nokkurn veginn komst jafnvægi á sjúkdóminn. Ómunatíð er öðrum þræði fræðslurit um geðsjúkdóma og stiklað er á stóru í sögu meðhöndlunar geðsjúklinga. Sagan er grimm og ekki er dregin fjöður yfir það í þessari bók. Það er ótrúlega stutt síðan sjúklingar voru fjötraðir, hafðir í búrum, beittir „lækningum" (sem voru á stundum meira í ætt við pyntingar) og jafnvel líflátnir þúsundum saman, eins og í Þýskalandi nasismans. Vitnað er til fjölmargra þekktra bóka um geðsjúkdóma. Bóka á borð við Í róti hugans eftir Kay Redfield Jamison, Sýnilegs myrkurs Styrons og Mad in America eftir Robert Whitaker – auk íslenskra reynslusagna á borð við Konuna í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur og Undir köldu tungli, sem Sigursteinn Másson skráði.Styrmir Gunnarsson.Þessi fróðleikur er settur fram á áhugaverðan hátt og fléttaður saman við sögu veikinda Sigrúnar. Kaflinn „Samskipti við maka" er sérlega vel heppnaður, en þar hefur höfundur í bakgrunni sögu Virginíu og Leonards Woolf, þegar hann skrifar um tilfinningar sem upp geta komið í samskiptum hjóna ef annar aðilinn verður sjúkur á geði. Makinn þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir, eins og þær að skrifa undir beiðni um innlögn á geðdeild eða samþykkja raflækningar, í trássi við vilja sjúklingsins. Það er djúpur sársauki í textanum þegar Styrmir spyr: „En hvað átti ég að gera?" Ómunatíð er djörf tilraun til að horfast í augu við sjúkdóm sem litað hefur líf heillar fjölskyldu áratugum saman. Þetta er saga konunnar sem veiktist, en líka saga aðstandandans sem áður reyndi að fela ástandið en neitar að gera það lengur. Saga eiginmanns og föður sem lítur til baka og viðurkennir að hafa ekki alltaf brugðist rétt við, þó hann hafi reynt að gera sitt besta. Og Ómunatíð er líka saga fjölmargra geðsjúkra og aðstandenda þeirra, sem aldrei var skrifað um. Niðurstaða: Hugvitsamlega smíðuð og fróðleg bók, skrifuð af sjaldséðri einlægni. Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur. Ómunatíð - saga um geðveiki. Styrmir Gunnarsson. Veröld. Í bókinni Ómunatíð segir Styrmir Gunnarsson af veikindum eiginkonu sinnar, Sigrúnar Finnbogadóttur, sem glímt hefur við geðhvarfasýki í yfir fjörutíu ár. Sigrún skrifar aðfaraorð og í eftirmála birtist ræða dóttur þeirra, Huldu Dóru, sem hún hélt á málþingi geðsviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss í fyrra. Það fer vel á því að mæðgurnar rammi inn þessa sögu, sem öðrum þræði er fjölskyldusaga, enda illmögulegt að slíta hinn geðsjúka úr tengslum við umhverfi sitt. Birt eru brot úr sjúkraskýrslum Sigrúnar, en þær sýna ástand hennar þegar hún er lögð inn á geðdeild, með augum læknanna sem skýrslurnar skrifa. Árum saman var hún ranglega greind með geðklofa (schizophreniu) og það þurfti að reyna margar tegundir lyfja og raflækningar áður en nokkurn veginn komst jafnvægi á sjúkdóminn. Ómunatíð er öðrum þræði fræðslurit um geðsjúkdóma og stiklað er á stóru í sögu meðhöndlunar geðsjúklinga. Sagan er grimm og ekki er dregin fjöður yfir það í þessari bók. Það er ótrúlega stutt síðan sjúklingar voru fjötraðir, hafðir í búrum, beittir „lækningum" (sem voru á stundum meira í ætt við pyntingar) og jafnvel líflátnir þúsundum saman, eins og í Þýskalandi nasismans. Vitnað er til fjölmargra þekktra bóka um geðsjúkdóma. Bóka á borð við Í róti hugans eftir Kay Redfield Jamison, Sýnilegs myrkurs Styrons og Mad in America eftir Robert Whitaker – auk íslenskra reynslusagna á borð við Konuna í köflótta stólnum eftir Þórunni Stefánsdóttur og Undir köldu tungli, sem Sigursteinn Másson skráði.Styrmir Gunnarsson.Þessi fróðleikur er settur fram á áhugaverðan hátt og fléttaður saman við sögu veikinda Sigrúnar. Kaflinn „Samskipti við maka" er sérlega vel heppnaður, en þar hefur höfundur í bakgrunni sögu Virginíu og Leonards Woolf, þegar hann skrifar um tilfinningar sem upp geta komið í samskiptum hjóna ef annar aðilinn verður sjúkur á geði. Makinn þarf oft að taka erfiðar ákvarðanir, eins og þær að skrifa undir beiðni um innlögn á geðdeild eða samþykkja raflækningar, í trássi við vilja sjúklingsins. Það er djúpur sársauki í textanum þegar Styrmir spyr: „En hvað átti ég að gera?" Ómunatíð er djörf tilraun til að horfast í augu við sjúkdóm sem litað hefur líf heillar fjölskyldu áratugum saman. Þetta er saga konunnar sem veiktist, en líka saga aðstandandans sem áður reyndi að fela ástandið en neitar að gera það lengur. Saga eiginmanns og föður sem lítur til baka og viðurkennir að hafa ekki alltaf brugðist rétt við, þó hann hafi reynt að gera sitt besta. Og Ómunatíð er líka saga fjölmargra geðsjúkra og aðstandenda þeirra, sem aldrei var skrifað um. Niðurstaða: Hugvitsamlega smíðuð og fróðleg bók, skrifuð af sjaldséðri einlægni.
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira