Dáist að hörkutólunum í liðinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 07:00 Hrefna Hákonardóttir varð líka Norðurlandameistari árið 2007. Mynd/Anton Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna. Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Gerplukonur fylgdu Evrópumeistaratitlinum sínum í fyrra eftir með því að verða Norðurlandameistarar í Larvik í Noregi um helgina. Sigur Gerpluliðsins var sannfærandi en jafnframt mikið afrek fyrir liðið því það varð fyrir forföllum í aðdraganda mótsins. Íris Mist Magnúsdóttir, aðalstjarna liðsins, gat sem dæmi ekki verið með eftir að hún sleit hásin skömmu fyrir mót. „Við vorum með rosalega mörg stökk sem við misstum sem hefðu verið mjög flott úti. Við náðum samt að klára þetta þrátt fyrir það, sem sýnir það hversu miklum styrk við búum yfir sem lið,“ sagði Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, fyrirliði Gerpluliðsins. „Maður var samt farinn að velta því fyrir sér hvort örlögin væru á móti okkur en það átti bara kannski að gera þetta aðeins erfiðara fyrir okkur,“ sagði Hrefna, en Sif Pálsdóttir sem meiddist á ökkla fyrir skömmu harkaði af sér og kláraði fjögur stökk. „Það eru engir tveir sigrar eins, en þessi verður alveg sérstaklega eftirminnilegur. Maður horfir til baka og dáist að því hversu mikil samstaða var hjá okkur og hversu mikil hörkutól eru í þessu liði,“ segir Hrefna. Gerplustelpurnar fóru á kostum á gólfinu og náðu þar bestu einkunn allra liða, karla og kvenna, á mótinu. „Dansinn tókst rosalega vel hjá okkur. Þetta var síðasta áhaldið okkar og við vissum að ef við kláruðum hann væru allar líkur á því að við myndum vinna. Við gáfum allt okkar í þennan dans,“ segir Hrefna. Gerpla hafði lent í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti en vann nú gullið eins og árið 2007. „Nú stefnum við á það að toppa okkur og halda Evrópubikarnum. Það hefur ekkert lið gert, það er að verða Evrópumeistari, Norðurlandameistari og svo aftur Evrópumeistari,“ sagði Hrefna.
Innlendar Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira