Ýmsar grýlusögur og leikrit 1. nóvember 2011 00:01 Hér verður lýst fimm nýlegum Grýlusögnum þar sem söguhetjan fer í ferðalag, gjarnan til að kristna jólasveinana, bjarga einhverjum eða útskýra umbreytingu gömlu jólasveinanna yfir í sparibúna gjafmilda rauðstakka. Í sögnunum skipta föt miklu máli, þau eru tákn gamla tímans eða spegla þroska barnsins. Fötin eru líka tákn fyrir innrás erlendra áhrifa. Jólin hennar ömmuÍ leikritinu Jólin hennar ömmu fer lítil stelpa í ferðalag upp á fjöll til að bjarga vini sínum áður en hann lenti í grýlupotti, á leiðinni lendir hún í háska og hrekkjóttur jólasveinn bjargar henni, hún gefur honum rauða jólasveinahúfu og segir honum frá Guði og góðum siðum og jólasveinarnir verða góðir. Skórnir í glugganumÍ bókinni Skórnir í glugganum segir frá ferðalagi Santi Kláusar og viðkynningu hans við íslenska ribbaldajólasveina sem láta dólgslega og eru frá vondu heimili. Sá nýi boðar þeim hamingju og góðvild. Þeir skána. Ævintýri á aðfangadagÍ bókinni Ævintýri á aðfangadag segir af Nonna sem langar til að hitta jólasveinana og verður að ósk sinni. Hann fer með þeim í helli Grýlu til að bjarga Siggu vinkonu sinni. Stúfur hleypir heimdraganumÍ leiksýningunni Stúfur hleypir heimdraganum segir frá Stúf á leið til mannabyggða. Hann bjargar stelpu frá Grýlupotti og skemmtir sér með mannabörnum. Hann fær svo Grýlu til að lofa að leggja af krakkaátið. TrítiltoppurÍ leiksýningunni Trítiltoppi segir frá tröllastrák sem leggur af stað í leiðangur til að finna jólin og koma með þau heim í hellinn. Hann lendir í ævintýrum og Gáttaþefur hjálpar honum að finna jólin. Í þessarri sögu étur Grýla ekki börn en er einmana og vill ekki sleppa Trítiltoppi úr hellinum. Jólin eru tilfinning og það er vinátta og hjálpsemi sem fleytir honum áfram og bjargar frá Grýlu. Heimsóknir í Grýlujólasveinaland Í bókinni Raggi í jólasveinalandinu kemur fram að allir voru alltaf góðir. Söguhetjan Raggi dvelur með jólasveinunum í helli þeirra og Grýla er gömul, skorpin og vinaleg. Hann slæst í för með jólasveinunum til byggða og fær lánuð föt sem Stúfur er vaxinn upp úr. í bókinni Raggi litli og týndi jólasveinninn fer Raggi í heimsókn til Grýlu og hún vill opinbera leyndarmál, það eru jólasveinastelpur, karlveldið hrynur. Einn slíkur vaknar og er afar forn í útliti og háttum, reyndar svo forn að það nær aftur til landnáms. Í þessum tveimur sögum eftir sama höfund eru engin átök milli góðs og ills og Grýla er gæskan uppmáluð. Börn sem týnast Í eftirfarandi tveimur sögnum segir frá börnum sem týnast í ys og þys borgarlífsins. Sagnirnar endurspegla þrá eftir gömlum tíma og þörf fyrir mótvægi gegn sölu- og auglýsingajólum. Í báðum er broddur í garð rauðstakkajólasveina og þeir eru tákn fyrir blekkingu og skrum. Týnd börn eru umkomulaus og ráða ekki sjálf við aðstæður sínar, þau verða að treysta á að einhver bjargi þeim. Í bókinni Tröll í Reykjavík er söguhetjan Dusi sonur Grýlu. Hann er klæddur að hætti íslenskra jólasveina í gæruvesti og alltof stuttar buxur. Grýla er upptekin á þingi gervijólasveina, Dusi týnist, lendir í ævintýrum og er bjargað af Sigga sem bíður eftir jólunum. Í töskuleiksýningunni Björt og jólasveinafjölskyldan segir frá stelpu sem fer að heiman því foreldrarnir eru alltaf að vinna, hún kynnist sölubrellum gervijólasveins, týnist í jólaösinni og er bjargað af gamalli konu. Sú gamla segir henni frá jólunum í gamla daga, fer með þulur og kvæði um Grýlu og gömlu jólasveinana. Mest lesið Rambaði á góðan fisk Jól Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Hangiket prestsins komið í hús Jól Gáfu eina jólagjöf Jól
Hér verður lýst fimm nýlegum Grýlusögnum þar sem söguhetjan fer í ferðalag, gjarnan til að kristna jólasveinana, bjarga einhverjum eða útskýra umbreytingu gömlu jólasveinanna yfir í sparibúna gjafmilda rauðstakka. Í sögnunum skipta föt miklu máli, þau eru tákn gamla tímans eða spegla þroska barnsins. Fötin eru líka tákn fyrir innrás erlendra áhrifa. Jólin hennar ömmuÍ leikritinu Jólin hennar ömmu fer lítil stelpa í ferðalag upp á fjöll til að bjarga vini sínum áður en hann lenti í grýlupotti, á leiðinni lendir hún í háska og hrekkjóttur jólasveinn bjargar henni, hún gefur honum rauða jólasveinahúfu og segir honum frá Guði og góðum siðum og jólasveinarnir verða góðir. Skórnir í glugganumÍ bókinni Skórnir í glugganum segir frá ferðalagi Santi Kláusar og viðkynningu hans við íslenska ribbaldajólasveina sem láta dólgslega og eru frá vondu heimili. Sá nýi boðar þeim hamingju og góðvild. Þeir skána. Ævintýri á aðfangadagÍ bókinni Ævintýri á aðfangadag segir af Nonna sem langar til að hitta jólasveinana og verður að ósk sinni. Hann fer með þeim í helli Grýlu til að bjarga Siggu vinkonu sinni. Stúfur hleypir heimdraganumÍ leiksýningunni Stúfur hleypir heimdraganum segir frá Stúf á leið til mannabyggða. Hann bjargar stelpu frá Grýlupotti og skemmtir sér með mannabörnum. Hann fær svo Grýlu til að lofa að leggja af krakkaátið. TrítiltoppurÍ leiksýningunni Trítiltoppi segir frá tröllastrák sem leggur af stað í leiðangur til að finna jólin og koma með þau heim í hellinn. Hann lendir í ævintýrum og Gáttaþefur hjálpar honum að finna jólin. Í þessarri sögu étur Grýla ekki börn en er einmana og vill ekki sleppa Trítiltoppi úr hellinum. Jólin eru tilfinning og það er vinátta og hjálpsemi sem fleytir honum áfram og bjargar frá Grýlu. Heimsóknir í Grýlujólasveinaland Í bókinni Raggi í jólasveinalandinu kemur fram að allir voru alltaf góðir. Söguhetjan Raggi dvelur með jólasveinunum í helli þeirra og Grýla er gömul, skorpin og vinaleg. Hann slæst í för með jólasveinunum til byggða og fær lánuð föt sem Stúfur er vaxinn upp úr. í bókinni Raggi litli og týndi jólasveinninn fer Raggi í heimsókn til Grýlu og hún vill opinbera leyndarmál, það eru jólasveinastelpur, karlveldið hrynur. Einn slíkur vaknar og er afar forn í útliti og háttum, reyndar svo forn að það nær aftur til landnáms. Í þessum tveimur sögum eftir sama höfund eru engin átök milli góðs og ills og Grýla er gæskan uppmáluð. Börn sem týnast Í eftirfarandi tveimur sögnum segir frá börnum sem týnast í ys og þys borgarlífsins. Sagnirnar endurspegla þrá eftir gömlum tíma og þörf fyrir mótvægi gegn sölu- og auglýsingajólum. Í báðum er broddur í garð rauðstakkajólasveina og þeir eru tákn fyrir blekkingu og skrum. Týnd börn eru umkomulaus og ráða ekki sjálf við aðstæður sínar, þau verða að treysta á að einhver bjargi þeim. Í bókinni Tröll í Reykjavík er söguhetjan Dusi sonur Grýlu. Hann er klæddur að hætti íslenskra jólasveina í gæruvesti og alltof stuttar buxur. Grýla er upptekin á þingi gervijólasveina, Dusi týnist, lendir í ævintýrum og er bjargað af Sigga sem bíður eftir jólunum. Í töskuleiksýningunni Björt og jólasveinafjölskyldan segir frá stelpu sem fer að heiman því foreldrarnir eru alltaf að vinna, hún kynnist sölubrellum gervijólasveins, týnist í jólaösinni og er bjargað af gamalli konu. Sú gamla segir henni frá jólunum í gamla daga, fer með þulur og kvæði um Grýlu og gömlu jólasveinana.
Mest lesið Rambaði á góðan fisk Jól Jólaföndur í Vesturbæjarskóla Jól Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Hangiket prestsins komið í hús Jól Gáfu eina jólagjöf Jól