Lífið

Quarashi fagnar útgáfu

sameinaðir Á safnplötunni má finna bestu lög Quarashi, öll myndbönd sveitarinnar, brot frá tónleikum og áður óútgefin lög.
sameinaðir Á safnplötunni má finna bestu lög Quarashi, öll myndbönd sveitarinnar, brot frá tónleikum og áður óútgefin lög.
„Þetta er einhvern veginn góður endapunktur í kjölfarið á kommbakkinu í sumar og að Quarashi á fimmtán ára afmæli,“ segir Egill Ólafur Thorarensen „Tiny“ um útgáfu rappsveitarinnar á veglegum safnpakka sem kallast Anthology.

Þrjár plötur eru í pakkanum sem inniheldur efni sem spannar glæstan feril sveitarinnar og nokkur áður óútgefin lög. „Það er náttúrulega gaman bæði fyrir aðdáendurna og okkur að sjá allt þetta efni komið saman á einum stað og fá heildarsýn yfir þetta.“

Quarashi-liðar blása til glæsilegs útgáfuteitis á Prikinu í kvöld kl. 21 til að fagna útgáfunni. Egill vill ekkert gefa upp um hvort sveitin hyggist rifja upp gamla takta um kvöldið.

„Það verða hljóðnemi og trommusett þarna en meira get ég ekki sagt. Maður veit aldrei hvað gerist, þetta verður eitthvað fjör.“ Ekki er hægt að kaupa miða á kvöldið en hægt er að fylgjast með Facebook-síðu Quarashi þar sem heppnir aðdáendur gætu náð sér í miða. -bb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×