Tónlist

Beckham hjálpaði til

Sáttasemjari David Beckham var lítill polli í Manchester þegar hann kynntist tónlist The Stone Roses.
Sáttasemjari David Beckham var lítill polli í Manchester þegar hann kynntist tónlist The Stone Roses.
Fótboltakappinn David Beckham er sagður hafa gegnt lykilhlutverki í því að fá meðlimi rokksveitarinnar The Stone Roses, sem lagði upp laupana árið 1996, til að taka upp þráðinn á nýjan leik. Beckham hefur verið heitur aðdáandi sveitarinnar frá unga aldri.

Haft er eftir heimildamanni að þegar Beckham hafi frétt af mögulegum sáttum söngvarans Ian Brown og gítarleikarans John Squire hafi hann tjáð Mani, bassaleikara sveitarinnar, að hann yrði að gera allt sem í hans valdi stæði til að ná sveitinni aftur saman.

Beckham ræddi svo við Ian Brown þegar þeir hittust á Old Trafford í sumar og lýsti yfir þrá sinni fyrir endurkomu The Stone Roses. Beckham varð að ósk sinni en sveitin tilkynnti í október að hún myndi koma fram á þrennum tónleikum í Bretlandi næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×