Æskuvinir opna skemmtistað á Egilsstöðum 8. nóvember 2011 08:00 Framtakssamir Nýi skemmtistaðurinn verður til húsa í gömlu símstöðinni á Egilsstöðum og dregur nafn sitt af byggingunni „Nú erum við bara að bíða eftir tilskyldum leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmtistað á Egilsstöðum. Þeir Baldur, Andri Valsson og Sigbjörn Þór Birgisson eru allir fæddir og uppaldir á Egilsstöðum og hafa á síðustu misserum flutt aftur í heimabæinn eftir námsdvöl í Reykjavík og erlendis. Þrátt fyrir stærð Egilsstaða og þjónustuhlutverk bæjarins fyrir Austurland hefur verið heldur dauft yfir skemmtanalífi íbúa síðustu mánuði. Fréttablaðið sagði frá lokun Kaffi Egilsstaða í sumar, og enginn skemmtistaður hefur verið starfræktur í bænum síðan. „Það hefur náttúrulega bara verið hundleiðinlegt. Ef ég væri tvítugur fyndist mér ekkert rosalega gaman hérna. Skemmtistaðir eru auðvitað hálfgerðar undirstöðustofnanir í samfélögum.“ Baldur segir þá félagana hafa rætt hugmyndina meira í gríni en af alvöru fyrst um sinn og ekki ákveðið að slá til fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Það þýðir ekki að væla endalaust yfir því að aðrir geri ekki hlutina, maður verður bara að gera þá sjálfur. Svo er óneitanlega mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað fyrir samfélagið hérna.“ Lífið Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Nú erum við bara að bíða eftir tilskyldum leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmtistað á Egilsstöðum. Þeir Baldur, Andri Valsson og Sigbjörn Þór Birgisson eru allir fæddir og uppaldir á Egilsstöðum og hafa á síðustu misserum flutt aftur í heimabæinn eftir námsdvöl í Reykjavík og erlendis. Þrátt fyrir stærð Egilsstaða og þjónustuhlutverk bæjarins fyrir Austurland hefur verið heldur dauft yfir skemmtanalífi íbúa síðustu mánuði. Fréttablaðið sagði frá lokun Kaffi Egilsstaða í sumar, og enginn skemmtistaður hefur verið starfræktur í bænum síðan. „Það hefur náttúrulega bara verið hundleiðinlegt. Ef ég væri tvítugur fyndist mér ekkert rosalega gaman hérna. Skemmtistaðir eru auðvitað hálfgerðar undirstöðustofnanir í samfélögum.“ Baldur segir þá félagana hafa rætt hugmyndina meira í gríni en af alvöru fyrst um sinn og ekki ákveðið að slá til fyrr en fyrir rúmum mánuði síðan. „Það þýðir ekki að væla endalaust yfir því að aðrir geri ekki hlutina, maður verður bara að gera þá sjálfur. Svo er óneitanlega mjög skemmtilegt að geta gert eitthvað fyrir samfélagið hérna.“
Lífið Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira