Tilnefnd til dönsku tónlistarverðlaunanna 3. nóvember 2011 09:00 Anna María Björnsdóttir hefur í nógu að snúast og hyggst taka upp plötu á Íslandi í byrjun næsta árs. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning," segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn. IKI samanstendur af níu söngkonum frá fjórum norrænu landanna. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir nýstárlega nálgun sína á tónlistarsköpun og fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu plötu sína, sem kom út í júní. „Það eru engar reglur, það er aldrei neitt fyrir fram ákveðið þegar við byrjum að syngja. Allt verður til á staðnum og við vitum aldrei hvernig lögin verða. Það gerir þetta mjög spennandi og skemmtilegt." „Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum hérna í Kaupmannahöfn. Þá vorum við allar í námi og höfðum sömu þrá eftir að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt með röddunum. Fljótlega varð til hljómsveit sem vildi halda áfram með þetta. Við spinnum alltaf alla tónlist. Platan varð til þannig, við vorum þrjá daga í hljóðveri og tókum upp sjö klukkustundir af tónlist. Svo völdum við tólf lög sem voru í uppáhaldi hjá okkur." Gestirnir sem mættu á útgáfutónleika hljómsveitarinnar hafa ef til vill orðið hissa þegar stúlkurnar fluttu ekki eitt einasta lag af plötunni sjálfri. „Við sungum heila tónleika en lögin af plötunni voru ekkert flutt, við flytjum hvert lag náttúrulega bara einu sinni. Svo var platan bara spiluð eftir tónleikana." Anna segir lögin verða misgóð, enda þurfi að vera rými fyrir mistök í spunatónlist. „Það er bara þannig sem þessi tónlist virkar að hún er eins og hún er í dag og verður öðruvísi á morgun, hún breytist sífellt. Við erum með eitt leynilag á plötunni sem sýnir að við höfum húmor fyrir því þegar við gerum eitthvað sem tekst ekki alveg – við verðum að hafa það." - bb Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning," segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn. IKI samanstendur af níu söngkonum frá fjórum norrænu landanna. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir nýstárlega nálgun sína á tónlistarsköpun og fengið lofsamlega dóma fyrir fyrstu plötu sína, sem kom út í júní. „Það eru engar reglur, það er aldrei neitt fyrir fram ákveðið þegar við byrjum að syngja. Allt verður til á staðnum og við vitum aldrei hvernig lögin verða. Það gerir þetta mjög spennandi og skemmtilegt." „Hljómsveitin var stofnuð fyrir tveimur árum hérna í Kaupmannahöfn. Þá vorum við allar í námi og höfðum sömu þrá eftir að gera eitthvað öðruvísi og prófa eitthvað nýtt með röddunum. Fljótlega varð til hljómsveit sem vildi halda áfram með þetta. Við spinnum alltaf alla tónlist. Platan varð til þannig, við vorum þrjá daga í hljóðveri og tókum upp sjö klukkustundir af tónlist. Svo völdum við tólf lög sem voru í uppáhaldi hjá okkur." Gestirnir sem mættu á útgáfutónleika hljómsveitarinnar hafa ef til vill orðið hissa þegar stúlkurnar fluttu ekki eitt einasta lag af plötunni sjálfri. „Við sungum heila tónleika en lögin af plötunni voru ekkert flutt, við flytjum hvert lag náttúrulega bara einu sinni. Svo var platan bara spiluð eftir tónleikana." Anna segir lögin verða misgóð, enda þurfi að vera rými fyrir mistök í spunatónlist. „Það er bara þannig sem þessi tónlist virkar að hún er eins og hún er í dag og verður öðruvísi á morgun, hún breytist sífellt. Við erum með eitt leynilag á plötunni sem sýnir að við höfum húmor fyrir því þegar við gerum eitthvað sem tekst ekki alveg – við verðum að hafa það." - bb
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið