Sveppi afhendir verðlaun á þýsku 29. október 2011 12:30 Á leið til Þýskalands Sverrir Þór og Bragi Þór með börnin sín á teiknimyndinni Þór. Þeir verða með kvikmyndasýningu til styrktar Umhyggju í Kringlubíói klukkan tólf á morgun.Fréttablaðið/HAG „Ég kann ekkert í þýsku, við erum búnir að fá einhvern texta sem við eigum að lesa, ég veit ekkert hvernig þetta fer,“ segir sjónvarps- og kvikmyndastjarnan Sverrir Þór Sverrisson. Sveppi heldur til Lübeck í Þýskalandi á mánudaginn. Þar fer hann á norræna kvikmyndahátíð sem þar er haldin í 53. skiptið með kvikmyndir sínar um Algjöran Sveppa. Þær hafa slegið rækilega í gegn hér á landi og eins og Fréttablaðið greindi frá hyggst Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, fara með þær til Bandaríkjanna og reyna að koma þeim í dreifingu þar. Ferðin til Þýskalands tók hins vegar óvænta stefnu þegar forsvarsmenn hátíðarinnar höfðu samband við Sverri og Braga Þór Hinriksson, leikstjóra Sveppa-myndanna, og báðu þá um að afhenda verðlaun. Verðlaunaafhendingin er sýnd í beinni útsendingu og Sverrir segist ekki einu sinni hafa hugmynd um hvaða verðlaun þeir eigi að veita. „Ég velti því fyrir mér hversu aftarlega í röðinni við vorum, hvað þeir voru búnir að tala við marga áður en þeir leituðu til tveggja íslenskra bjána,“ segir Sverrir og hlær. Á morgun, sunnudag, verða þeir félagar hins vegar með sérstaka kvikmyndasýningu fyrir Umhyggju, samtök langveikra barna, í Kringlubíói klukkan tólf og geta heppnir kvikmyndagestir unnið hjólin sem notuð er í myndinni Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Allur ágóði af miðasölunni rennur síðan beint til Umhyggju. - fgg Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
„Ég kann ekkert í þýsku, við erum búnir að fá einhvern texta sem við eigum að lesa, ég veit ekkert hvernig þetta fer,“ segir sjónvarps- og kvikmyndastjarnan Sverrir Þór Sverrisson. Sveppi heldur til Lübeck í Þýskalandi á mánudaginn. Þar fer hann á norræna kvikmyndahátíð sem þar er haldin í 53. skiptið með kvikmyndir sínar um Algjöran Sveppa. Þær hafa slegið rækilega í gegn hér á landi og eins og Fréttablaðið greindi frá hyggst Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna, fara með þær til Bandaríkjanna og reyna að koma þeim í dreifingu þar. Ferðin til Þýskalands tók hins vegar óvænta stefnu þegar forsvarsmenn hátíðarinnar höfðu samband við Sverri og Braga Þór Hinriksson, leikstjóra Sveppa-myndanna, og báðu þá um að afhenda verðlaun. Verðlaunaafhendingin er sýnd í beinni útsendingu og Sverrir segist ekki einu sinni hafa hugmynd um hvaða verðlaun þeir eigi að veita. „Ég velti því fyrir mér hversu aftarlega í röðinni við vorum, hvað þeir voru búnir að tala við marga áður en þeir leituðu til tveggja íslenskra bjána,“ segir Sverrir og hlær. Á morgun, sunnudag, verða þeir félagar hins vegar með sérstaka kvikmyndasýningu fyrir Umhyggju, samtök langveikra barna, í Kringlubíói klukkan tólf og geta heppnir kvikmyndagestir unnið hjólin sem notuð er í myndinni Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Allur ágóði af miðasölunni rennur síðan beint til Umhyggju. - fgg
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira