Arnar Gauti og Jóhanna opna tískuskóla í Ármúla 28. október 2011 12:00 tískupar Þau Arnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdóttir opna Elite Fashion Academy í næsta mánuði en skólinn býður upp nám tengt fegurð, tísku og heilsu. Fréttablaðið/stefán Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjórar Elite á Íslandi, opna nýjan tískuskóla, Elite Fashion Academy, í lok nóvember. Skólinn hyggst bjóða upp á nám í öllu sem tengist tísku, fegurð og heilsu. „Við teljum að skóli á borð við þennan eigi vel heima hér á Íslandi og gefi ferskan blæ inn í þennan geira,“ segir Jóhanna Pálsdóttir um skólann Elite Fashion Academy sem opnar í lok nóvember. Lánshæft hjá LÍNEins og nafnið gefur til kynna ætlar skólinn að bjóða upp á nám í öllu sem tengist tísku, heilsu og úliti en skólanum er skipt niður í þrjár brautir. Tísku Akademía verður með fyrirsætunámskeið, stílistanám, förðunarnámskeið og námskeið í tískuljósmyndun. Snyrti Akademía kennir snyrtifræði til undirbúnings undir sveinspróf og rekur naglaskóla, en sú braut hefur fengið viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu og námið því lánshæft hjá LÍN. Þriðja brautin er svo Heilsu Akademía, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra um heilsu og næringu. Kenna líka viðskiptafræði„Við höfum fengið færasta fólkið í bransanum til liðs við okkur og stefnum á að láta allar brautirnar vinna náið saman. Þetta eru greinar sem tengjast mikið þegar út á atvinnumarkaðinn er komið,“ segir Jóhanna en í skólanum verður einnig farið yfir viðskiptafræði og áhersla lögð á að nemendur séu reiðubúnir til að hefja störf að námi loknu. „Verðið á náminu er misjafnt eftir námskeiðum en sem dæmi má taka að fyrirsætunámskeiðin eiga eftir að kosta á bilinu 20-30 þúsund en verðið á námi í förðunarskólanum verður rúmlega 300 þúsund krónur,“ segir Jóhanna og bætir við að í skólanum verði ekki eingöngu kennsla fyrir þá sem stefna á að vinna í faginu heldur verður líka boðið upp á styttri námskeið fyrir áhugasama. Arnar hannar húsnæðiðJóhanna og Arnar Gauti tóku við stjórn Elite á Íslandi í lok sumars og hafa síðan unnið hörðum höndum að opnun skólans. Þau hafa fengið húsnæði í Ármúlanum og vinna nú að hönnun skólans sem verður með nútímalegum blæ. „Við höfum fengið til liðs við okkur innanhússarkitektinn Hallgrím Friðgeirsson, sem vinnur náið með Arnari Gauta við að hanna húsnæðið með þarfir nemenda í huga,“ segir Jóhanna, sem er spennt fyrir því að takast á við þessa áskorun og lofar því að skólinn verði alltaf fullur af lífi og fagmennskan þar í fyrirrúmi. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Jóhanna Pálsdóttir og Arnar Gauti Sverrisson, framkvæmdastjórar Elite á Íslandi, opna nýjan tískuskóla, Elite Fashion Academy, í lok nóvember. Skólinn hyggst bjóða upp á nám í öllu sem tengist tísku, fegurð og heilsu. „Við teljum að skóli á borð við þennan eigi vel heima hér á Íslandi og gefi ferskan blæ inn í þennan geira,“ segir Jóhanna Pálsdóttir um skólann Elite Fashion Academy sem opnar í lok nóvember. Lánshæft hjá LÍNEins og nafnið gefur til kynna ætlar skólinn að bjóða upp á nám í öllu sem tengist tísku, heilsu og úliti en skólanum er skipt niður í þrjár brautir. Tísku Akademía verður með fyrirsætunámskeið, stílistanám, förðunarnámskeið og námskeið í tískuljósmyndun. Snyrti Akademía kennir snyrtifræði til undirbúnings undir sveinspróf og rekur naglaskóla, en sú braut hefur fengið viðurkenningu frá menntamálaráðuneytinu og námið því lánshæft hjá LÍN. Þriðja brautin er svo Heilsu Akademía, þar sem boðið verður upp á fjölbreytt námskeið og fyrirlestra um heilsu og næringu. Kenna líka viðskiptafræði„Við höfum fengið færasta fólkið í bransanum til liðs við okkur og stefnum á að láta allar brautirnar vinna náið saman. Þetta eru greinar sem tengjast mikið þegar út á atvinnumarkaðinn er komið,“ segir Jóhanna en í skólanum verður einnig farið yfir viðskiptafræði og áhersla lögð á að nemendur séu reiðubúnir til að hefja störf að námi loknu. „Verðið á náminu er misjafnt eftir námskeiðum en sem dæmi má taka að fyrirsætunámskeiðin eiga eftir að kosta á bilinu 20-30 þúsund en verðið á námi í förðunarskólanum verður rúmlega 300 þúsund krónur,“ segir Jóhanna og bætir við að í skólanum verði ekki eingöngu kennsla fyrir þá sem stefna á að vinna í faginu heldur verður líka boðið upp á styttri námskeið fyrir áhugasama. Arnar hannar húsnæðiðJóhanna og Arnar Gauti tóku við stjórn Elite á Íslandi í lok sumars og hafa síðan unnið hörðum höndum að opnun skólans. Þau hafa fengið húsnæði í Ármúlanum og vinna nú að hönnun skólans sem verður með nútímalegum blæ. „Við höfum fengið til liðs við okkur innanhússarkitektinn Hallgrím Friðgeirsson, sem vinnur náið með Arnari Gauta við að hanna húsnæðið með þarfir nemenda í huga,“ segir Jóhanna, sem er spennt fyrir því að takast á við þessa áskorun og lofar því að skólinn verði alltaf fullur af lífi og fagmennskan þar í fyrirrúmi. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira