Dansaði inn kirkjugólfið við tóna Beyoncé 28. október 2011 11:30 Hér sést Íris dansa inn kirkjugólfið með föður sínum við mikinn fögnuð brúðkaupsgesta. „Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira