Dansaði inn kirkjugólfið við tóna Beyoncé 28. október 2011 11:30 Hér sést Íris dansa inn kirkjugólfið með föður sínum við mikinn fögnuð brúðkaupsgesta. „Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp Lífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Ég var búin að kvíða fyrir því að þurfa að ganga inn kirkjugólfið ein með pabba og þetta létti óneitanlega andrúmsloftið og minnkaði stressið," segir Íris Arnlaugsdóttir stjórnmálafræðingur, sem dansaði inn kirkjugólfið um síðustu helgi við lagið Single Ladies með Beyoncé. Íris og eiginmaður hennar, Óskar Þór Lárusson stoðtækjasmiður, voru sammála um að þau vildu ekki hafa brúðkaupið hefðbundið. Að dansa inn í kirkjuna með grímu fyrir andlitinu ásamt foreldrum sínum, vinkonum og börnum var því liður í að hafa athöfnina óformlega. „Ég fann skemmtilegt myndband á YouTube af pari að dansa inn kirkjugólfið og langaði til að gera eitthvað svipað," segir Íris og bætir við að vinkonur hennar hafi átt stóran þátt í skipulagningunni. „Aðalatriðið var að fá fólk til að brosa og hafa gaman sem tókst vel." Það er óhætt að fullyrða að lagið Single Ladies, sem flestir eru vanari að heyra á skemmtistöðum borgarinnar, sé óhefðbundið brúðkaupslag. Það á sér hins vegar sögu hjá parinu og þá sérstaklega setning í viðlaginu: „If you liked it then you shoulda put a ring on it." „Eins og gengur og gerist var ég búin að setja smá pressu á Óskar varðandi trúlofun og giftingu. Í hvert sinn sem þetta lag hljómaði í partýum vorum við vinkonurnar vanar að stríða honum aðeins með þessu." Íris fékk svo annað af tveimur bónorðum í brúðkaupi vinahjóna sinna fyrir ári. „Óskar skellti sér á skeljarnar á dansgólfinu, einmitt þegar Single Ladies var spilað, og bað mín með servíettuhring. Það var mjög fyndið en ég fékk svo alvöru hring og bónorð stuttu síðar."- áp
Lífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira