Lífið

The Doors rukkaði Stefán Mána

Skipið í Ástralíu Babb kom í bátinn þegar búið var að þýða Skipið eftir Stefán Mána á ensku fyrir ástralskan markað.
Skipið í Ástralíu Babb kom í bátinn þegar búið var að þýða Skipið eftir Stefán Mána á ensku fyrir ástralskan markað.
„Þetta er fyndið. Hefði ég verið með lag með Skítamóral hefði ég ekki þurft að borga neitt,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson.

Skipið, eftir Stefán Mána, kemur út í Ástralíu eftir áramót. Unnið er að útgáfunni þessa dagana, en þegar búið var að þýða bókina og fara yfir hana kom í ljós að Stefán þyrfti að punga út höfundarréttargjöldum ef bókin ætti að koma út. Vitnað er í texta úr laginu When the Music‘s Over með hljómsveitinni The Doors í enda bókarinnar og samkvæmt áströlskum lögum þarf að greiða fyrir það.

„Ég hef aldrei heyrt um þetta áður,“ segir Stefán og bætir við að gjöldin miðist við hversu vinsæl hljómsveitin er. Það má því gera ráð fyrir að hann hefði þurft að punga út sæmilegri upphæð fyrir að vitna í hljómsveit á borð við The Doors. Stefán gat valið milli þess að borga gjaldið sjálfur eða endurskrifa línurnar. Hann valdi seinni kostinn.

„Ég skrifaði bara í kringum þetta,“ segir hann. „En mér fannst það ekki skemmtilegt, þetta er flottara eins og þetta er.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×