Lífið

Margrét Pála gefur út bók

Sendir frá sér bók Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hefur skrifað bók um uppeldismál sem kemur út 10. nóvember.Fréttablaðið/GVA
Sendir frá sér bók Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hefur skrifað bók um uppeldismál sem kemur út 10. nóvember.Fréttablaðið/GVA
Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og höfundur Hjallastefnunnar, sendir frá sér bók um uppeldi barna í næsta mánuði. Bókin kallast Uppeldi er ævintýri og kemur út 10. nóvember hjá Bókafélaginu.

Í bókinni fer Margrét Pála yfir hin ýmsu viðfangsefni sem upp koma í lífi og samskiptum barna og foreldra, kennara og annarra sem annast og umgangast börn. Hún reifar meðal annars hugmyndir sínar um aga og réttlátar reglur, reksturinn á Fjölskyldunni ehf. og tölvu- og netnotkun barna.

Margrét Pála hefur verið áberandi í umræðunni um uppeldismál síðustu árin, en hún á að baki yfir 30 ára starf með börnum í leik- og grunnskólum landsins. Hún hefur ákveðnar skoðanir, eins og mátt hefur heyra í pistlum hennar á Rás 2 síðasta árið.

Bókin gæti því orðið forvitnileg lesning fyrir fjölskyldufólk og fleiri.- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×