Bönkum gert að tryggja sig betur 27. október 2011 00:30 Enn einn neyðarfundurinn Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta var greinilega mikið niðri fyrir þegar hann ræddi við José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar.nordicphotos/AFP „Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
„Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira