Bönkum gert að tryggja sig betur 27. október 2011 00:30 Enn einn neyðarfundurinn Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta var greinilega mikið niðri fyrir þegar hann ræddi við José Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar.nordicphotos/AFP „Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Sjá meira
„Heimurinn fylgist með Þýskalandi og Evrópu,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á þýska þinginu í gær, áður en hún hélt til Brussel þar sem hún reyndi ásamt hinum leiðtogum Evrópusambandsríkjanna að finna lausnir á skuldakreppunni. Framan af degi var beðið kosningar á þýska þinginu, þar sem líkleg niðurstaða leiðtogafundarins var fyrir fram borin undir atkvæði þýskra þingmanna, og samþykkt með miklum meirihluta. Spenna ríkti einnig á Ítalíu, þar sem Silvio Berlusconi tókst á síðustu stundu að forða falli stjórnar sinnar með því að semja við Norðurbandalagið, einn þriggja flokka samsteypustjórnar hans, um að eftirlaunaaldur yrði smátt og smátt hækkaður úr 65 árum í 67 ár fram til ársins 2025. Óljósar fréttir bárust af því að Berlusconi hefði lofað Norðurbandalaginu í staðinn að segja af sér í byrjun næsta árs. Um leið tryggði Berlusconi að leiðtogafundurinn í Brussel gæti gengið út frá því að Ítalía stæði við að minnsta kosti eitthvað af þeim sparnaðaráformum sem nauðsynleg þykja til að koma ríkisrekstri Ítalíu smám saman í betra horf. Leiðtogafundirnir í Brussel voru reyndar tveir í gær. Fyrst hittust leiðtogar allra ESB-ríkjanna, samtals 27, en síðar um kvöldið settust sautján þeirra aftur að fundarhöldum, nefnilega leiðtogar evruríkjanna sautján. Á fyrri fundinum voru afgreiddar þær kröfur sem Evrópusambandið hyggst gera til banka og fjármálafyrirtækja. Bankarnir eiga fyrir mitt næsta ár að hafa hækkað eiginfjárhlutfall sitt upp í níu prósent. Þetta fé, sem talið er þurfa að vera yfir hundrað milljarðar evra, eiga bankarnir að útvega sér sjálfir og verða að halda aftur af sér með greiðslu kaupauka eða arðs þangað til sú fjármögnun hefur tekist. Dugi það ekki til mega þeir leita á náðir ríkissjóðs, hver í sínu landi, en einungis ef allt um þrýtur geta þeir leitað til neyðarsjóðs Evrópusambandsins. Á leiðtogafundi evruríkjanna, sem hófst strax að hinum loknum, var síðan rætt um að fá bankana til þess að fella niður meira af skuldum Grikklands og annarra evruríkja en þau 21 prósent, eða 37 milljarða evra, sem þeir samþykktu að fella niður síðasta sumar. Loks var rætt um að styrkja mjög neyðarsjóð Evrópusambandsins, sem áður hafði verið stækkaður úr 250 milljörðum evra í 440 milljarða. Þær málamiðlanir sem voru að fæðast í gærkvöld voru þó strax gagnrýndar, eins og reyndar var búist við fyrir fram, fyrir að vera hvorki nógu afgerandi né ótvíræðar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Sjá meira