Mynd Baldurs af Daniel Craig stolið í Stokkhólmi 26. október 2011 10:00 Árið hefur verið eitt stórt ævintýri hjá ljósmyndaranum Baldri Bragasyni en hann ferðaðist á fyrsta farrými milli Stokkhólms, London, New York og Los Angeles til að taka myndir af leikurum kvikmyndarinnar Karlar sem hatar konur. Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira
Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Sjá meira