Kort af leið ræningjanna - Þaulskipulagðir á þremur bílum 18. október 2011 11:15 Lögreglan leitar enn þriggja manna sem frömdu vopnað rán í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum í gærmorgun. Ræningjarnir ógnuðu starfsfólki í versluninni með byssum og komust undan með talsvert af dýrum armbandsúrum. Mennirnir komu inn í verslunina skömmu eftir opnun. Þeir ógnuðu starfsfólkinu með byssum og skipuðu því á ensku að leggjast á gólfið. Frank Michelsen úrsmiður var staddur í versluninni í gærmorgun ásamt syni sínum og konu sem starfar í búðinni. Hann telur víst að hleypt hafi verið af einhvers konar skoti inni í búðinni á meðan starfsfólkið lá á gólfinu. Frank telur að það hafi verið gert til að ógna þeim enn frekar. Starfsfólk í nálægum verslunum sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig hafa talið sig hafa heyrt skothvelli. Tvær byssur hafa fundist og reyndust báðar vera eftirlíkingar. Lögregla hefur hins vegar ekki viljað gefa fjölmiðlum neinar frekari upplýsingar um ránið. Mennirnir brutu upp skápa með bareflum og tóku aðeins armbandsúr frá Rolex, Tudor og Michelsen. Úrin kosta allt að eina og hálfa milljón hvert. Að sögn Franks tóku mennirnir öll þau Rolex-úr sem þeir náðu í. Tjónið er því mikið, þótt hann vilji ekki nefna neina upphæð. „Svo er tjónið sem verður þegar glerið hrynur ofan á aðrar vörur." Mennirnir huldu andlit sín að sögn Franks. Hann segir þá hafa verið með einhvers konar klúta upp að augum og með húfur og hettur til að hylja efri hluta andlitsins. Að loknu ráninu, sem tók aðeins um mínútu að mati Franks, hlupu mennirnir upp á Vegamótastíg og óku í burtu. Frank sagði ránið augljóslega hafa verið þaulskipulagt. „Það er alveg ljóst að þetta var ekki ákveðið yfir kaffibolla," segir hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ræningjarnir taldir hafa notað að minnsta kosti þrjá stolna bíla í tengslum við ránið. Að sögn Franks var Audi-bílnum lagt á Vegamótastíg, rétt hjá versluninni, á sunnudagskvöld eða -nótt. Þann bíl notuðu ræningjarnir svo til að komast burt af ránsstaðnum og að Smáragötu þar sem hann fannst skömmu síðar. Annar bíll, silfraður Volkswagen Passat, fannst í gangi á Vegamótastíg skömmu eftir ránið. Líklegt er að hann hafi verið notaður til að koma ræningjunum á staðinn í gærmorgun. Þriðji bíllinn er ófundinn eftir þeim upplýsingum sem Fréttablaðið hefur. Lögreglan fékk allar myndbandsupptökur úr versluninni í gær en ránið náðist allt á öryggismyndavélar. Frank segir mikilvægast að allir séu heilir á húfi og ekki sé endilega aðalatriði að úrin finnist, „heldur að þetta geti ekki viðgengist á Íslandi, að svona rán séu framin hér á okkar friðsæla landi – sem hefur verið". thorunn@frettabladid.is Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögreglan leitar enn þriggja manna sem frömdu vopnað rán í verslun Michelsen úrsmiða á ellefta tímanum í gærmorgun. Ræningjarnir ógnuðu starfsfólki í versluninni með byssum og komust undan með talsvert af dýrum armbandsúrum. Mennirnir komu inn í verslunina skömmu eftir opnun. Þeir ógnuðu starfsfólkinu með byssum og skipuðu því á ensku að leggjast á gólfið. Frank Michelsen úrsmiður var staddur í versluninni í gærmorgun ásamt syni sínum og konu sem starfar í búðinni. Hann telur víst að hleypt hafi verið af einhvers konar skoti inni í búðinni á meðan starfsfólkið lá á gólfinu. Frank telur að það hafi verið gert til að ógna þeim enn frekar. Starfsfólk í nálægum verslunum sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig hafa talið sig hafa heyrt skothvelli. Tvær byssur hafa fundist og reyndust báðar vera eftirlíkingar. Lögregla hefur hins vegar ekki viljað gefa fjölmiðlum neinar frekari upplýsingar um ránið. Mennirnir brutu upp skápa með bareflum og tóku aðeins armbandsúr frá Rolex, Tudor og Michelsen. Úrin kosta allt að eina og hálfa milljón hvert. Að sögn Franks tóku mennirnir öll þau Rolex-úr sem þeir náðu í. Tjónið er því mikið, þótt hann vilji ekki nefna neina upphæð. „Svo er tjónið sem verður þegar glerið hrynur ofan á aðrar vörur." Mennirnir huldu andlit sín að sögn Franks. Hann segir þá hafa verið með einhvers konar klúta upp að augum og með húfur og hettur til að hylja efri hluta andlitsins. Að loknu ráninu, sem tók aðeins um mínútu að mati Franks, hlupu mennirnir upp á Vegamótastíg og óku í burtu. Frank sagði ránið augljóslega hafa verið þaulskipulagt. „Það er alveg ljóst að þetta var ekki ákveðið yfir kaffibolla," segir hann. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru ræningjarnir taldir hafa notað að minnsta kosti þrjá stolna bíla í tengslum við ránið. Að sögn Franks var Audi-bílnum lagt á Vegamótastíg, rétt hjá versluninni, á sunnudagskvöld eða -nótt. Þann bíl notuðu ræningjarnir svo til að komast burt af ránsstaðnum og að Smáragötu þar sem hann fannst skömmu síðar. Annar bíll, silfraður Volkswagen Passat, fannst í gangi á Vegamótastíg skömmu eftir ránið. Líklegt er að hann hafi verið notaður til að koma ræningjunum á staðinn í gærmorgun. Þriðji bíllinn er ófundinn eftir þeim upplýsingum sem Fréttablaðið hefur. Lögreglan fékk allar myndbandsupptökur úr versluninni í gær en ránið náðist allt á öryggismyndavélar. Frank segir mikilvægast að allir séu heilir á húfi og ekki sé endilega aðalatriði að úrin finnist, „heldur að þetta geti ekki viðgengist á Íslandi, að svona rán séu framin hér á okkar friðsæla landi – sem hefur verið". thorunn@frettabladid.is
Rán í Michelsen 2011 Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38 Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ógnuðu starfsfólki með byssum Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum. 17. október 2011 10:38
Ræningjarnir ganga enn lausir Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni. 17. október 2011 11:52
Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18. október 2011 11:04