Fær fullt hús eða fjórar stjörnur 13. október 2011 22:00 Björk hefur fengið frábæra dóma fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum. Björk Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir hefur fengið frábæra dóma í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjustu plötuna sína, Biophilia. Tónlistarvefurinn Gigwise gefur henni fullt hús stiga og segir Björk hafa búið til einstaka plötu sem sé öðruvísi en allar aðrar sem hafi komið út á árinu. Gagnrýnandinn bætir við að lagið Cosmogony sé eitt það fallegasta sem hún hafi nokkru sinn samið. Breska blaðið The Telegraph gefur Biophilia einnig fullt hús, fimm stjörnur, og segir það koma á óvart hversu aðgengileg og falleg platan sé. Til þess þurfi hún þó tíma og einbeitingu hlustandans. NME frá Bretlandi hleður Björk einnig lofi og gefur plötunni 9 af 10 mögulegum í einkunn og það sama gerir Clash Music. David Fricke, blaðamaður bandaríska tímaritsins Rolling Stone, gefur Biophilia fjórar stjörnur af fimm og segir rödd Bjarkar yfirnáttúrulega í lögunum Thunderbolt og Craving Miracles. Tímaritin Mojo og Q splæsa hvort um sig fjórum stjörnum á gripinn og breska blaðið The Guardian er á sama máli og segir gæði tónlistarinnar á Biophilia sýna hversu Björk sé sér á báti og framarlega í samanburði við aðra tónlistarmenn. Gagnrýnandi The Independent í Bretlandi er ekki eins hrifinn og gefur plötunni aðeins tvær stjörnur. Hann segir Björk hafa fjarlægst rætur sínar með því að blanda margmiðlun saman við tónlistarsköpun sína. Hér í Fréttablaðinu fékk Biophilia fjórar stjörnur af fimm, þar sem platan var sögð magnað verk sem sýndi að Björk væri ekki hætt leit sinni að nýjum og spennandi hlutum.
Björk Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira