Finndu þinn minnihlutahóp á Háskólatorgi 13. október 2011 07:30 Kvissbúmmbang Þær Eva Björk, Eva Rún og Vilborg í gjörningahópnum Kvissbúmmbang standa fyrir innsetningu á Háskólatorgi í tengslum við Jafnréttisdaga Háskóla Íslands. Fréttablaðið/gva „Við ætlum að hjálpa fólki að finna sinn minnihlutahóp og hólfa fólk niður, eins maður gerir ósjálfrátt í hversdeginum,“ segir Eva Björk Kaaber, einn meðlima framandverkaflokksins Kvissbúmmbang sem stendur fyrir innsetningu í tengslum við Jafnréttisdaga Háskóla Íslands. Innsetningin hefst í dag á Háskólatorgi og lýkur 27. október á uppskeruhátíð Jafnréttisdaga í Tjarnarbíói. Innsetningin ber heitið Svo eðlilegur náungi. „Megin rannsóknarefni okkar hóps er hið eðlilega, og þar af leiðandi hið óeðlilega. Hvað er að vera eðlilegur og er yfirhöfuð hægt að vera eðlilegur?“ Ásamt Evu Björk í Kvissbúmmbang eru þær Vilborg Ólafsdóttir og Eva Rún Snorradóttir en mörg verka þeirra eru svokölluð þátttökuleikhúsverk þar sem áhorfendur gerast þátttakendur í þeim heimum sem flokkurinn skapar. „Við köllum verkin framandverk og viljum gefa fólki færi á að skoða sinn eigin veruleika, spyrja sig að því hvað er eðlilegt, hvað ekki og þá hvers vegna. Tilgangurinn með innsetningunni á Jafnréttisdögum er að sýna að hægt er að setja alla í minnihlutahóp ef því er að skipta, en á sama tíma viljum við setja spurningarmerki við það að flokka fólk niður í hópa.“ Innsetningin fer þannig fram að stúlkurnar hafa flokkað niður borðin á Háskólatorgi eftir hópum, sem eru allt frá eiginkonum pípara í fótboltastráka. „Fólk getur svo lesið sér til um hópana og staðsett sig eftir því hvar það telur sig passa inn. Þeir sem tylla sér á sama borð geta svo rætt sín mál og kannski stofnað hagsmunasamtök fyrir sinn hóp,“ segir Eva Björk en á uppskeruhátíðinni verða svo fulltrúar frá sumum minnihlutahópum með skemmtiatriði fyrir hina. „Þá verður svona skemmtidagskrá fyrir alla.“ Eva Björk vonar að sem flestir sjái sér fært að koma við á Háskólatorgi og taka þátt í innsetningunni. „Því fleiri minnihlutahópar, því meiri fjölbreytni.“- áp Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Við ætlum að hjálpa fólki að finna sinn minnihlutahóp og hólfa fólk niður, eins maður gerir ósjálfrátt í hversdeginum,“ segir Eva Björk Kaaber, einn meðlima framandverkaflokksins Kvissbúmmbang sem stendur fyrir innsetningu í tengslum við Jafnréttisdaga Háskóla Íslands. Innsetningin hefst í dag á Háskólatorgi og lýkur 27. október á uppskeruhátíð Jafnréttisdaga í Tjarnarbíói. Innsetningin ber heitið Svo eðlilegur náungi. „Megin rannsóknarefni okkar hóps er hið eðlilega, og þar af leiðandi hið óeðlilega. Hvað er að vera eðlilegur og er yfirhöfuð hægt að vera eðlilegur?“ Ásamt Evu Björk í Kvissbúmmbang eru þær Vilborg Ólafsdóttir og Eva Rún Snorradóttir en mörg verka þeirra eru svokölluð þátttökuleikhúsverk þar sem áhorfendur gerast þátttakendur í þeim heimum sem flokkurinn skapar. „Við köllum verkin framandverk og viljum gefa fólki færi á að skoða sinn eigin veruleika, spyrja sig að því hvað er eðlilegt, hvað ekki og þá hvers vegna. Tilgangurinn með innsetningunni á Jafnréttisdögum er að sýna að hægt er að setja alla í minnihlutahóp ef því er að skipta, en á sama tíma viljum við setja spurningarmerki við það að flokka fólk niður í hópa.“ Innsetningin fer þannig fram að stúlkurnar hafa flokkað niður borðin á Háskólatorgi eftir hópum, sem eru allt frá eiginkonum pípara í fótboltastráka. „Fólk getur svo lesið sér til um hópana og staðsett sig eftir því hvar það telur sig passa inn. Þeir sem tylla sér á sama borð geta svo rætt sín mál og kannski stofnað hagsmunasamtök fyrir sinn hóp,“ segir Eva Björk en á uppskeruhátíðinni verða svo fulltrúar frá sumum minnihlutahópum með skemmtiatriði fyrir hina. „Þá verður svona skemmtidagskrá fyrir alla.“ Eva Björk vonar að sem flestir sjái sér fært að koma við á Háskólatorgi og taka þátt í innsetningunni. „Því fleiri minnihlutahópar, því meiri fjölbreytni.“- áp
Lífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira