Javier Bardem gerir Bond lífið leitt 13. október 2011 21:00 Svalur Javier Bardem hefur verið ráðinn til að leika illmennið í Bond-mynd númer 23. Stærstu fréttirnar í Hollywood í gær voru án nokkurs vafa þær að Javier Bardem myndi leika aðalskúrkinn í Bond-mynd númer 23. Þar með er það staðfest að framleiðendur Bond-myndanna ætla að leggja allt í sölurnar fyrir hálfrar aldar afmæli myndanna um leyniþjónustumanninn. Bardem staðfesti orðróminn í viðtali við fréttaþáttinn Nightline, en spænski leikarinn fer fyrir samtökum sem hafa það á stefnuskrá sinni að bjarga flóttamönnum frá Vestur-Sahara og var að kynna þau. „Þau völdu mig til að leika og ég er mjög spenntur. Foreldrar mínir fóru með mig á myndirnar í æsku og ég hef séð þær allar. Þannig að það að leika í þeim verður mjög skemmtilegt,“ sagði Bardem en bætti því strax við að hann gæti, eðli málsins samkvæmt, ekki tjáð sig neitt frekar um hlutverkið. Ráðning Bardems þykir mjög metnaðarfull enda ekki á hverjum degi sem Óskarsverðlaunahafi er fenginn til að túlka illmennið í James Bond-mynd. Fáir efast þó um hæfileika Spánverjans til að leika fúlmenni enda gleymist það seint þegar hann birtist á hvíta tjaldinu sem morðóði og tilfinningalausi leigumorðinginn Anton Chigurh í No Country for Old Men. - fgg Lífið Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Stærstu fréttirnar í Hollywood í gær voru án nokkurs vafa þær að Javier Bardem myndi leika aðalskúrkinn í Bond-mynd númer 23. Þar með er það staðfest að framleiðendur Bond-myndanna ætla að leggja allt í sölurnar fyrir hálfrar aldar afmæli myndanna um leyniþjónustumanninn. Bardem staðfesti orðróminn í viðtali við fréttaþáttinn Nightline, en spænski leikarinn fer fyrir samtökum sem hafa það á stefnuskrá sinni að bjarga flóttamönnum frá Vestur-Sahara og var að kynna þau. „Þau völdu mig til að leika og ég er mjög spenntur. Foreldrar mínir fóru með mig á myndirnar í æsku og ég hef séð þær allar. Þannig að það að leika í þeim verður mjög skemmtilegt,“ sagði Bardem en bætti því strax við að hann gæti, eðli málsins samkvæmt, ekki tjáð sig neitt frekar um hlutverkið. Ráðning Bardems þykir mjög metnaðarfull enda ekki á hverjum degi sem Óskarsverðlaunahafi er fenginn til að túlka illmennið í James Bond-mynd. Fáir efast þó um hæfileika Spánverjans til að leika fúlmenni enda gleymist það seint þegar hann birtist á hvíta tjaldinu sem morðóði og tilfinningalausi leigumorðinginn Anton Chigurh í No Country for Old Men. - fgg
Lífið Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira