Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar 12. október 2011 06:00 Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Í dag hefst Bókasýningin í Frankfurt þar sem Ísland er heiðursgestur. Þar verður fagnað því besta, fegursta, lífseigasta og vinsælasta sem skrifað hefur verið á íslenskri tungu. Nýlegar fréttir af bágum lesskilningi íslenskra unglingsdrengja og að því er virðist hægum dauða skólabókasafnsins í reykvískum skólum varpa þó óneitanlega skugga á hátíðarhöldin. Grunnforsenda áframhaldandi bókmenningar hér á landi hlýtur að vera að börn læri að lesa. Það þarf þó meira til. Fyrir nokkrum árum birtist í Morgunblaðinu viðtal við fyrrnefndan unglingabókahöfund sem setið hefur í mér síðan. Þar greindi Þorgrímur frá því að á þeim 20 árum sem hann hafði sótt um starfslaun listamanna í launasjóð rithöfunda hefði hann 19 sinnum fengið neitun. Til að þær háu bókmenntir sem kynntar verða í Frankfurt í vikunni eigi sér framtíð er ekki nóg að börn dagsins í dag kunni að lesa. Þau þurfa líka að vilja lesa. Lestur sem dægradvöl á í vök að verjast gegn skemmtun á borð við sjónvarp og tölvuleiki. Af mörgum er lestur ekki einu sinni talinn til dægradvalar. Hann er álitinn verkfæri. Tól sem maður notar til að útskrifast úr skóla og sinna vinnu, rétt eins og kústur er áhald sem maður sópar gólf með. Þótt það hafi vissulega göfgað tólf ára andann að lesa Tolstoj var það með jafnöldrum mínum í bókum Þorgríms Þráinssonar sem ég gleymdi mér. Það var við lestur íslenskra barnabóka sem gerðust í þeim reynsluheimi sem ég þekkti að mér varð ljóst að lestur var ekki aðeins „til gagns“ heldur einnig gamans. Úr þeim útskrifaðist ég svo yfir í suma þeirra höfunda sem fagnað verður í Frankfurt í vikunni. Það útskrifast hins vegar enginn úr tölvuleiknum „Grand Theft Auto“ yfir í Halldór Laxness. Gleymum því ekki að minnast þessarar mikilvægu bókmenntagreinar um leið og stórvirkjum íslenskra bókmennta er fagnað. Barnabókmenntir eru ekki skúmaskot hverrar bókmenntaþjóðar heldur grunnur hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skólafélagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröfinni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skólabókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Í dag hefst Bókasýningin í Frankfurt þar sem Ísland er heiðursgestur. Þar verður fagnað því besta, fegursta, lífseigasta og vinsælasta sem skrifað hefur verið á íslenskri tungu. Nýlegar fréttir af bágum lesskilningi íslenskra unglingsdrengja og að því er virðist hægum dauða skólabókasafnsins í reykvískum skólum varpa þó óneitanlega skugga á hátíðarhöldin. Grunnforsenda áframhaldandi bókmenningar hér á landi hlýtur að vera að börn læri að lesa. Það þarf þó meira til. Fyrir nokkrum árum birtist í Morgunblaðinu viðtal við fyrrnefndan unglingabókahöfund sem setið hefur í mér síðan. Þar greindi Þorgrímur frá því að á þeim 20 árum sem hann hafði sótt um starfslaun listamanna í launasjóð rithöfunda hefði hann 19 sinnum fengið neitun. Til að þær háu bókmenntir sem kynntar verða í Frankfurt í vikunni eigi sér framtíð er ekki nóg að börn dagsins í dag kunni að lesa. Þau þurfa líka að vilja lesa. Lestur sem dægradvöl á í vök að verjast gegn skemmtun á borð við sjónvarp og tölvuleiki. Af mörgum er lestur ekki einu sinni talinn til dægradvalar. Hann er álitinn verkfæri. Tól sem maður notar til að útskrifast úr skóla og sinna vinnu, rétt eins og kústur er áhald sem maður sópar gólf með. Þótt það hafi vissulega göfgað tólf ára andann að lesa Tolstoj var það með jafnöldrum mínum í bókum Þorgríms Þráinssonar sem ég gleymdi mér. Það var við lestur íslenskra barnabóka sem gerðust í þeim reynsluheimi sem ég þekkti að mér varð ljóst að lestur var ekki aðeins „til gagns“ heldur einnig gamans. Úr þeim útskrifaðist ég svo yfir í suma þeirra höfunda sem fagnað verður í Frankfurt í vikunni. Það útskrifast hins vegar enginn úr tölvuleiknum „Grand Theft Auto“ yfir í Halldór Laxness. Gleymum því ekki að minnast þessarar mikilvægu bókmenntagreinar um leið og stórvirkjum íslenskra bókmennta er fagnað. Barnabókmenntir eru ekki skúmaskot hverrar bókmenntaþjóðar heldur grunnur hennar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun