Sveppi og Þorsteinn mala gull í kvikmyndahúsunum 12. október 2011 10:00 Tveir á toppnum Sverrir Þór og Þorsteinn Guðmunds eru aðalmennirnir í íslenskum kvikmyndum það sem af lifir ári. Okkar eigin Osló, sem Þorsteinn skrifaði handritið að og lék aðalhlutverkið í, er tekjuhæsta íslenska kvikmynd ársins en flestir hafa séð Algjöran Sveppa og töfraskápinn. Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Sverrir Þór Sverrisson og Þorsteinn Guðmundsson eru kóngarnir í íslenskri kvikmyndagerð það sem af er þessu ári. Okkar eigin Osló og Algjör Sveppi og töfraskápurinn eru einu íslensku myndirnar sem hafa náð að rjúfa 10 þúsund og 20 þúsund gesta múrinn en tíu íslenskar myndir verða væntanlega frumsýndar á þessu ári. „Jú, það er fínt að vera bíókóngur, þó ekki sé nema í einn dag,“ segir Sverrir Þór í samtali við Fréttablaðið en kvikmyndin Algjör Sveppi og töfraskápurinn hefur fengið flesta gestina á þessu ári eða rúmlega 27 þúsund. Algjör Sveppi hefur því selt miða fyrir rúmar 27 milljónir. Sverrir viðurkennir að aðsóknin sé vissulega hvetjandi og fái hann til að velta því fyrir sér hvort ekki sé ráð að gera bara fjórðu Sveppa-myndina. En ekkert hefur verið gefið út um hvort Algjör Sveppi og töfraskápurinn sé síðasta Sveppa-myndin. „Maður ætti auðvitað ekki einu sinni að hugsa um þetta. Og ég sjálfur treysti mér alveg til að leika áfram barn.“ Þorsteinn Guðmundsson var himinlifandi með árangur Okkar eigin Osló en myndin er tekjuhæsta mynd ársins enn sem komið er. Alls sáu rúmlega 23 þúsund manns myndina sem skilaði tæplega þrjátíu milljónum í miðasölu. Þorsteinn telur að svokölluð fiðrilda-áhrif hafi haft mikið að segja um hversu vel myndin gekk. „Stemningin á tökustað var frábær og þegar fimmtíu manns líður svona vel þá hlýtur það að smita út frá sér,“ segir Þorsteinn en þegar Fréttablaðið ræddi við hann lá hann kvefaður inni á hótelherbergi á Benidorm þar sem tökur á sjónvarpsþáttunum Lífsleikni Gillz fara fram. Þorsteinn segir þá einnig hafa verið heppna með tímasetningu en myndin var frumsýnd í lok febrúar. „Það er mikið sumar í myndinni og það virtist vera það sem Íslendingar þurftu á að halda þá.“ Tæplega 72 þúsund gestir hafa séð þær sjö íslensku kvikmyndir sem frumsýndar hafa verið á þessu ári. Hafa Íslendingar því keypt miða á íslenskar bíómyndir fyrir rúmlega 93 milljónir íslenskra króna, sé miðað við að miðinn kosti 1.300 krónur. Tvær nýjar myndir voru frumsýndar fyrir hálfum mánuði: Eldfjall Rúnars Rúnarssonar og unglingamyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þær hafa hins vegar átt ólíku gengi að fagna í miðasölu. Tæplega fjögur þúsund gestir hafa séð Eldfjallið en aðeins 850 unglingamyndina. Í vikunni verða síðan frumsýndar tvær nýjar myndir: Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson og teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira