Spegilmynd Jóns Páls í Heimsendi 11. október 2011 11:00 Sláandi líkindi Guðjón Þorsteinn sem vörðurinn Leó, en fyrirmyndin að útliti hans er Jón Páll Sigmarsson kraftajötunn. „Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Ég hamaðist í ræktinni og passaði mataræðið alveg ofsalega vel til að reyna að líta ekki út eins og aumingi,“ segir Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikari. Guðjón leikur kraftalega vörðinn Leó í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi sem frumsýnd var á sunnudagskvöld á Stöð 2. Þar er hann með aflitað, hvítt hár, stór gleraugu og klæddur í hlýrabol sem var einmitt einkennisbúningur frægs kraftajötuns um svipað leyti og þættirnir eiga að gerast, sjálfs Jóns Páls Sigmarssonar. Guðjón viðurkennir að þessi goðsagnakenndi íþróttakappi hafi verið hafður til hliðsjónar. „Við lögðum eiginlega upp með að Jón Páll væri spegilmyndin. Það var bara áttin sem við fórum í og við erum ekkert að reyna að breiða yfir það,“ segir Guðjón en bætir því við að útlitið sé það eina sem þeir tveir eigi sameiginlegt. Leikarinn varð svo frægur að hitta Jón Pál einu sinni, þegar hann var tíu ára, og viðurkennir að það hafi verið einstök og nánast heilög stund. „Hann var náttúrlega hálfguð í augum margra,“ segir Guðjón, en hann lagði á sig töluverða vinnu til að ná þeim vöðvamassa sem Leó skartar í þáttunum og naut meðal annars liðsinnis annars leikara, Jóhannesar Hauks Jóhannessonar, við að lyfta lóðum. Jóhannes Haukur fór einmitt í svipað átak fyrir hlutverk sitt í Svörtum á leik og þá var Guðjón hjálparhellan. „Það hjálpaði mér heilmikið. Menn skiptast á að verða þreyttir og þá er gott að einhver sparki í rassinn á manni,“ útskýrir Guðjón, sem byrjaði að lyfta hálfu ári áður en tökur hófust. „Ég tók þetta síðan mjög föstum tökum síðustu tvo til þrjá mánuðina.“ - fgg
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira