Undirbúa stærstu tónleika Íslandssögunnar á næsta ári 1. október 2011 11:00 Heimsviðburður Stefnt er að því að halda stórtónleika samtakanna 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hér á landi á næsta ári. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Gunnlaugur Briem sitja í undirbúningshópi tónleikanna en borgarráð Reykjavíkur samþykkti fyrir skemmstu að styrkja undirbúningsvinnu þeirra um tvær milljónir. „Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira