Landar stóru hlutverki í sjónvarpsþætti vestanhafs 29. september 2011 15:00 Aníta Briem leikur aðalhlutverkið í pilot-þætti sem er skrifaður og leikstýrt af Cynthiu Mort en hún er ábyrg fyrir sjónvarpsþáttum á borð við Will & Grace og Roseanne. NordicPhotos/Getty Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Anita Briem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í bandaríska sjónvarpsþættinum Radical. Leikstjóri þáttanna er Cynthia Mort sem er stórt nafn í bransanum vestanhafs. Um er að ræða prufuþátt (pilot) en vonir standa til að þættirnir komist á dagskrá næsta vetur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Anitu var hún ekki reiðubúin til að segja nákvæmlega frá því um hvað Radical væri en samkvæmt vefmiðlum þar vestra, sem fylgst hafa með gangi mála, er um að ræða spennu- og hasarþáttaröð. „Ég var einstaklega heilluð af þessu verkefni því mér finnst heimurinn vera í þannig ástandi að það er í loftinu að fólk sé að leita að sannleika og nýrri sýn á lífið. Persónan mín getur ekki fundið frið nema hún finni að hún geti látið eitthvað gott af sér leiða," segir Anita og bætir því við að hún hafi fátt nema gott um Mort að segja. „Hún er einstakur rithöfundur og leikstjóri og okkur kom strax ákaflega vel saman. Við fundum fyrir sterkri tengingu og erum að plana frekara samstarf."Frances Fisher.Mort er þekkt nafn innan bandaríska sjónvarps- og kvikmyndabransans og er meðal annars ábyrg fyrir þáttum á borð við Will & Grace og Roseanne og skrifaði handritið að kvikmyndinni The Brave One. Mort komst á forsíður helstu glanstímarita heims þegar hún var sögð vera ástkona bandarísku óskarsverðlaunaleikkonunnar Jodie Foster en þær unnu einmitt saman að kvikmyndinni The Brave One. Meðal annarra leikkvenna í þættinum Radical eru þær Lori Petty, sem margir ættu að kannast við úr Point Break og sjónvarpsþáttunum House, og svo Frances Fisher en hún lék stóra rullu í Óskarsverðlaunamyndunum The Unforgiven og Titanic. „Fisher leikur mömmu mína og við höfðum einmitt verið að leita að verkefni til að gera saman," segir Anita sem verður gestur Ragnhildar Steinunnar í þættinum Ísþjóðin í Sjónvarpinu í kvöld.Lori Petty.Nýlega var síðan tilkynnt að Anita myndi leika listakonuna Louisu Matthíasdóttur í kvikmynd Jóns Óttars Ragnarssonar, Kill the Poet. Hollywood-stjarnan Nick Stahl mun leika ljóðskáldið Stein Steinarr. „Kvikmyndin fjallar um stórbrotið, ástríðufullt og flókið samband Steins og Louisu. Ég er mikill aðdáenda þeirra beggja og lít á þetta sem gífurlega ábyrgð og jafnmikinn heiður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira