Dr. Gunni vinnur að annarri barnaplötu 28. september 2011 12:00 Ný barnaplata Dr. Gunni vinnur nú að nýrri barnaplötu, en hann gaf út Abbababb! fyrir fjórtán árum. fréttablaðið/valli „Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
„Þetta verða 12 eða 14 lög fyrir börn og alla hina líka,“ segir tónlistar- og fjölmiðlamaðurinn Dr. Gunni. Dr. Gunni vinnur nú að annarri barnaplötu, en hann sló í gegn árið 1997 með plötunni Abbababb! Aðstæður doktorsins hafa heldur betur breyst á þessum árum. Hann átti til dæmis ekki börn þegar Abbababb! kom út, en hefur nú eignast tvö. „Þannig að núna get ég prufukeyrt lögin jafn óðum. Þau eru líka hugmyndabanki,“ segir Gunni. Hann segir að platan muni ekki heita Abbababb 2, en verður þó í svipuðum stíl. „Maður er náttúrulega í skugga hittarans — Prumpulagsins,“ segir Gunni og hlær. „Það eru ennþá smákrakkar að öskra á mig vegna þess að myndbandið er sýnt í sjónvarpinu enn þann dag í dag. Fjórtán árum síðar. Ég verð að vera með eintóma hittara — 14 prumpulög. Því annars vilja allir heyra það þegar ég byrja að kynna nýju plötuna. Það gengur náttúrulega ekki.“ Aðspurður hvort börnin tilheyri besta markaðnum í dag, segist Gunni ekki telja að svo sé. „Ég held að besti markaðurinn sé miðaldra hestamenn,“ segir hann og vísar í gríðarlegar vinsældir Helga Björns og Reiðmanna vindanna. „Barnaplata sem selst mjög vel fer ekkert mikið yfir 5.000, en hestamannaplata sem selst vel fer yfir 10.000.“ Abbababb! varð söngleikur, tíu árum eftir útgáfu plötunnar. Gunni segist hafa það hugfast að nýju lögin gætu endað á sviði. „Þannig að það eru alls konar pælingar,“ segir hann. „Það er reyndar eitt lag sem heitir Frekasta stelpa í heimi, sem gæti orðið söngleikur.“ Dr. Gunni stefnir á að gefa plötuna út árið 2012 og vinnur hana ásamt Heiðu Eiríksdóttur. Þá vonast hann til að fá hóp góðra gesta til að taka lagið á plötunni. - afb
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira