Hætti myndlistarnámi og réði sig á norskan togara 27. september 2011 14:30 stundar sjómennsku Eva Bjarnadóttir tók sér frí frá myndlistarnámi og fékk pláss á norskum frystitogara. fréttablaðið/valli „Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt evabjarna@hotmail.com ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira
„Sjórinn heillar mig mjög mikið. Mér finnst hann mjög aðlaðandi náttúruafl og kraftmikið,“ segir Eva Bjarnadóttir. Hún ákvað að gera hlé á námi sínu í Myndlistarskóla Reykjavíkur og skella sér á norskan frystitogara. Eva hafði lokið einu ári í textílnámi í skólanum þegar hún ákvað að venda kvæði sínu í kross og ráða sig á togarann, sem heitir Langvin. „Ég fór á sjó sumarið 2006 og var á frystitogara í Vestmannaeyjum. Síðan þá hugsaði ég um að þetta væri eitthvað sem ég yrði að gera einhvern tímann aftur,“ segir Eva og heldur áfram: „Ef ég ætla að starfa sem listamaður á ég aldrei eftir að afla mér mikilla tekna. Þannig að kannski var líka hugsunin á bak við þetta að ef ég vinn fyrir mér sem sjómaður get ég samt haft frelsi til að gera það sem mig langar til vegna þess að ég fæ gott frí inn á milli.“ Eva, sem er 27 ára, ákvað að hætta í textílnáminu og hafði fengið inngöngu í fornám Myndlistarskólans, sem er undirbúningsár fyrir almennt listnám, þegar hún fékk pláss á togaranum. Hún ætlaði að hefja námið núna í haust en hefur nú frestað því til næsta hausts vegna sjómennskunnar. Hún segir ekki óalgengt að konur starfi á frystitogurum í Noregi. Til að mynda eru fjögur frátekin pláss fyrir konur á hennar togara og þar að auki starfar ein kona uppi á dekki. Sjálf er hún í fiskvinnslu og er ekki „brútal“ sjómaður eins og hún orðar það. „Það væri miklu meira spennandi að fá að vera úti undir beru lofti og gera eitthvað skemmtilegt. En það er hægara sagt en gert að komast upp á dekk því þar eru bara strákar.“ Hún segist gjarnan vilja komast á sjó á Íslandi og starfa úti á dekki og skilur eftir netfangið sitt evabjarna@hotmail.com ef einhver vill hafa samband. Eva segist fá ótrúlega mikinn innblástur af því að vera úti á sjó og vonast til að þessi reynsla eigi eftir að nýtast henni í myndlistinni. „Það að vera í þessu umhverfi er mjög sérstakt. Bæði er náttúran svo ofsalega sterkt afl og svo er líka sérstakt að vera hluti af svona litlu samfélagi í svona langan tíma. Það myndast alltaf ákveðin stemning og mér líður eins og ég sé í hálfgerðri draumaveröld sem er ekki alveg raunveruleg.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Sjá meira