Vill vinna aftur með Feist 27. september 2011 08:00 gott samstarf Valgeir er mjög ánægður með samstarf sitt með kanadísku söngkonunni Feist.fréttablaðið/anton Valgeir Sigurðsson var einn af upptökustjórunum á nýrri plötu Feist. Hann getur vel hugsað sér að vinna aftur með þessari kanadísku tónlistarkonu. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson segist vel geta hugsað sér að starfa aftur með kanadísku tónlistarkonunni Feist. Þau unnu saman að nýrri plötu hennar, Metals, sem kemur út í næstu viku. „Ég flaug til Kanada til að hitta hana. Við náðum vel saman og það var ákveðið að kýla á það," segir Valgeir um samstarfið við Feist. Tónlistarkonan sló í gegn með síðustu plötu sinni, The Reminder, sem fékk fimm Grammy-tilnefningar. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem liðsmaður hljómsveitarinnar Broken Social Scene.feist Fjórða sólóplata Feist er væntanleg í næstu viku.Valgeir, sem hefur unnið með Björk og Bonnie Prince Billy, fór fyrst til Kaliforníu og tók þar upp með Feist og tveimur upptökustjórum, sem eru einnig með henni í hljómsveit. Eftir það kom Feist tvisvar hingað til lands og tók upp í Gróðurhúsinu í tvær til þrjár vikur í senn. „Ég kom að plötunni sem nýi maðurinn með aðra sýn á þetta sem þau voru að gera. Hún hafði unnið með hinum tveimur á síðustu plötum líka. Hún vildi fá einn sem væri ekki að spila með henni og væri að stjórna hinum megin frá. Þetta var virkilega gaman og það gekk mjög vel í öllu upptökuferlinu,“ segir Valgeir. Reyndar þótti honum full margir vera með puttana í eftirvinnslunni og voru skoðanirnar margar á köflum. Allt kom þetta þó vel út í lokin og aðspurður telur Valgeir plötuna vera frábæra. „Hún er kannski þyngri en sú síðasta. Hún er miklu meiri þrívídd, bæði í lagasmíðum og „sándi“ og ýmsum pælingum. Hún er ekki eins auðmelt á köflum en þarna eru gríðarlega flott lög.“ Valgeir segist hafa rætt við Feist um áframhaldandi samstarf. Það eigi þó eftir að koma ljós hvort af því verður en hann er opinn fyrir öllu. „Við ræddum um að það væri gaman að taka upp einhverja andstöðu við þessa plötu, eitthvað gríðarlega einfalt. Hún sendi mér demó sem voru með kassagítar. Þau eru gríðarlega flott líka. Mér finnst hún njóta sín mjög vel líka í einhverjum súper einfaldleika.“ freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Valgeir Sigurðsson var einn af upptökustjórunum á nýrri plötu Feist. Hann getur vel hugsað sér að vinna aftur með þessari kanadísku tónlistarkonu. Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Valgeir Sigurðsson segist vel geta hugsað sér að starfa aftur með kanadísku tónlistarkonunni Feist. Þau unnu saman að nýrri plötu hennar, Metals, sem kemur út í næstu viku. „Ég flaug til Kanada til að hitta hana. Við náðum vel saman og það var ákveðið að kýla á það," segir Valgeir um samstarfið við Feist. Tónlistarkonan sló í gegn með síðustu plötu sinni, The Reminder, sem fékk fimm Grammy-tilnefningar. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem liðsmaður hljómsveitarinnar Broken Social Scene.feist Fjórða sólóplata Feist er væntanleg í næstu viku.Valgeir, sem hefur unnið með Björk og Bonnie Prince Billy, fór fyrst til Kaliforníu og tók þar upp með Feist og tveimur upptökustjórum, sem eru einnig með henni í hljómsveit. Eftir það kom Feist tvisvar hingað til lands og tók upp í Gróðurhúsinu í tvær til þrjár vikur í senn. „Ég kom að plötunni sem nýi maðurinn með aðra sýn á þetta sem þau voru að gera. Hún hafði unnið með hinum tveimur á síðustu plötum líka. Hún vildi fá einn sem væri ekki að spila með henni og væri að stjórna hinum megin frá. Þetta var virkilega gaman og það gekk mjög vel í öllu upptökuferlinu,“ segir Valgeir. Reyndar þótti honum full margir vera með puttana í eftirvinnslunni og voru skoðanirnar margar á köflum. Allt kom þetta þó vel út í lokin og aðspurður telur Valgeir plötuna vera frábæra. „Hún er kannski þyngri en sú síðasta. Hún er miklu meiri þrívídd, bæði í lagasmíðum og „sándi“ og ýmsum pælingum. Hún er ekki eins auðmelt á köflum en þarna eru gríðarlega flott lög.“ Valgeir segist hafa rætt við Feist um áframhaldandi samstarf. Það eigi þó eftir að koma ljós hvort af því verður en hann er opinn fyrir öllu. „Við ræddum um að það væri gaman að taka upp einhverja andstöðu við þessa plötu, eitthvað gríðarlega einfalt. Hún sendi mér demó sem voru með kassagítar. Þau eru gríðarlega flott líka. Mér finnst hún njóta sín mjög vel líka í einhverjum súper einfaldleika.“ freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið