Þarf að kaupa sér sjónvarp 17. september 2011 08:00 Hlakkar til Vera Sölvadóttir er einn stjórnenda Djöflaeyjunnar, sem hefur göngu sína á þriðjudag. Þetta er frumraun hennar í sjónvarpsþáttagerð.fréttablaðið/gva Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er einn stjórnenda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar sem hefur göngu sína á RÚV á þriðjudag. Þetta er frumraun Veru á sjónvarpsskjánum og er hún mjög spennt fyrir fyrsta þættinum. Djöflaeyjan fjallar um leiksýningar, kvikmyndir, heimildarmyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem skyggnst verður á bak við tjöldin og viðtöl tekin við fagfólk. „Í fyrsta þættinum heimsækjum við til dæmis þýskan hljóðmann sem gerir hljóðbrellur fyrir sjónvarp og bíó. Hann gerði meðal annars fuglahljóð með viskustykki og hófatak með kókoshnetum og það var alveg ótrúlega fyndið og skemmtilegt að fylgjast með honum,“ útskýrir Vera. Hún segist hafa fengið símtal frá Þórhalli Gunnarssyni sjónvarpsmanni í vor þar sem hann bauð henni að starfa við gerð Djöflaeyjunnar. „Mér fannst þetta mjög spennandi og sagði strax já. Þetta er í fyrsta sinn sem ég birtist á sjónvarpsskjánum en ég er lítið kvíðin því efnið er gott og fólkið sem ég vinn með mjög hæfileikaríkt. Við erum þegar búin að taka upp efni fyrir fyrsta og annan þátt en munum svo vinna að næstu þáttum alveg fram á vor þegar göngu þeirra lýkur.“ Innt eftir því hvort hún ætli að halda frumsýningarveislu fyrir vini og vandamenn á þriðjudagskvöld segist Vera ekki hafa skipulagt slíkt ennþá. „Ég þarf að kaupa mér sjónvarp fyrst, ég er sjónvarpslaus eins og er. En hver veit, kannski slær maður upp veislu,“ segir hún glaðlega að lokum.- sm Lífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona er einn stjórnenda menningarþáttarins Djöflaeyjunnar sem hefur göngu sína á RÚV á þriðjudag. Þetta er frumraun Veru á sjónvarpsskjánum og er hún mjög spennt fyrir fyrsta þættinum. Djöflaeyjan fjallar um leiksýningar, kvikmyndir, heimildarmyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem skyggnst verður á bak við tjöldin og viðtöl tekin við fagfólk. „Í fyrsta þættinum heimsækjum við til dæmis þýskan hljóðmann sem gerir hljóðbrellur fyrir sjónvarp og bíó. Hann gerði meðal annars fuglahljóð með viskustykki og hófatak með kókoshnetum og það var alveg ótrúlega fyndið og skemmtilegt að fylgjast með honum,“ útskýrir Vera. Hún segist hafa fengið símtal frá Þórhalli Gunnarssyni sjónvarpsmanni í vor þar sem hann bauð henni að starfa við gerð Djöflaeyjunnar. „Mér fannst þetta mjög spennandi og sagði strax já. Þetta er í fyrsta sinn sem ég birtist á sjónvarpsskjánum en ég er lítið kvíðin því efnið er gott og fólkið sem ég vinn með mjög hæfileikaríkt. Við erum þegar búin að taka upp efni fyrir fyrsta og annan þátt en munum svo vinna að næstu þáttum alveg fram á vor þegar göngu þeirra lýkur.“ Innt eftir því hvort hún ætli að halda frumsýningarveislu fyrir vini og vandamenn á þriðjudagskvöld segist Vera ekki hafa skipulagt slíkt ennþá. „Ég þarf að kaupa mér sjónvarp fyrst, ég er sjónvarpslaus eins og er. En hver veit, kannski slær maður upp veislu,“ segir hún glaðlega að lokum.- sm
Lífið Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira