Kærkomið að fá að vera heima með nýfæddum syni 15. september 2011 11:00 Pétur Jóhann tók á móti nýjum erfingja í byrjun mánaðarins. Leikarinn segir fæðinguna hafa verið einstaka stund og hann njóti þess nú að eiga kærkomna stund með fjölskyldunni enda hafi ekki gefist mikill tími til þess í sumar. Fréttablaðið/Anton Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið fastagestur í sjónvarpi landsmanna síðastliðin fjögur ár eða frá því að Næturvaktin tröllreið öllu. Í október fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu frá þessum vinsælasta gamanleikara landsins í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Freyr Gígja Gunnarsson ákvað hins vegar að ræða nýjan erfingja og vonlausa veiðimennsku við Pétur. „Jú, það er rétt, hann kom í heiminn 1. september. Það gekk allt eins og í sögu og ég var viðstaddur fæðinguna sem var náttúrlega einstök stund. Núna getur maður bara verið heima hjá honum og gírað sig aðeins niður eftir törnina," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þetta er fyrsta barn hans og unnustu hans, Sigrúnar Halldórsdóttur, en þau eiga bæði fyrir dætur frá fyrri samböndum. Pétur segir feðraorlofið koma á besta tíma. „Það gafst kannski ekki mikill tími til að vera með fjölskyldunni í sumar þannig að þetta er kærkomið. Og svo hefur veðrið verið alveg frábært." Það ríkir yfirleitt mikil eftirvænting á heimilum landsins þegar ný persóna frá Pétri birtist í nýrri þáttaröð en leikarinn vendir kvæði sín í kross í Heimsendi. Síðustu þrjár sjónvarpspersónur – Ólafur Ragnar úr Vaktar-seríunum, Davíð í Stóra planinu og Sigurður Guðmundsson, eigandi Hlemmavideós – hafa verið svolítið seinheppnar í sínu lífi en iðjuþjálfinn Lúðvík er bæði glaðlyndur og jákvæður. „Það eru ekki til vandamál heldur bara lausnir hjá honum. Og þannig eru iðjuþjálfarar, þeir sjá allt í lausnum." Pétur eyddi drjúgum tíma í að kynna sér hvað það er sem iðjuþjálfarar gera, fór og ræddi við þá um þeirra daglega starf og nálgun. „Og svo fékk ég að heimsækja Hlutverkasetrið og eyða þar broti úr degi og ræða við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða." Það hefur oft loðað við leikara að þeir séu hálf-manískir í nálgun sinni á persónum, sökkvi tönnunum djúpt í persónuna en Pétur segir slíka lýsingu ekki eiga við sig. „Ég tek það sem ég er að gera mjög alvarlega en ég fór líka alveg í fellihýsaferðir og sumarbústað í sumar. Ég þurfti bara að passa mig á því að verða ekki brúnn, það var eina skipunin sem ég fékk enda gerist Heimsendir yfir eina helgi. Ég hefði kannski gert hlutina öðruvísi ef hlutverkið hefði verið öðruvísi, en þar sem ég leik dagfarsprúðan mann sem tekur lífið ekkert of alvarlega þá þurfti ég ekki að kafa neitt voðalega djúpt. Enda tel ég mig vera frekar dagfarsprúðan að eðlisfari." Pétri gafst ekki mikill tími til að sinna áhugamáli sínu, veiðimennskunni, í sumar en náði þó að fara í eina ferð með JörundiRagnarssyni þegar tökum á Heimsendi lauk. „Við veiddum ekkert. Og það er orðið svolítið einkennandi fyrir mínar veiðiferðir, ég fæ yfirleitt ekki mikið. Þetta „veiða/sleppa"-hugtak snýst eiginlega alveg við hjá mér, ég sleppi því bara að veiða fiskinn," segir Pétur og hlær. Hann kveðst ekki vera stressaður fyrir frumsýningar á myndum sínum eða sjónvarpsþáttum heldur sé hann bara miklu meira spenntur fyrir að heyra hvað fólki finnst. „Ég hef alltaf litið svo á að ég hafi gert mitt besta og meira geti ég ekki gert. Ég verð hins vegar alltaf stressaður þegar ég stíg á svið, ég losna aldrei við þann skrekk." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið fastagestur í sjónvarpi landsmanna síðastliðin fjögur ár eða frá því að Næturvaktin tröllreið öllu. Í október fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu frá þessum vinsælasta gamanleikara landsins í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Freyr Gígja Gunnarsson ákvað hins vegar að ræða nýjan erfingja og vonlausa veiðimennsku við Pétur. „Jú, það er rétt, hann kom í heiminn 1. september. Það gekk allt eins og í sögu og ég var viðstaddur fæðinguna sem var náttúrlega einstök stund. Núna getur maður bara verið heima hjá honum og gírað sig aðeins niður eftir törnina," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þetta er fyrsta barn hans og unnustu hans, Sigrúnar Halldórsdóttur, en þau eiga bæði fyrir dætur frá fyrri samböndum. Pétur segir feðraorlofið koma á besta tíma. „Það gafst kannski ekki mikill tími til að vera með fjölskyldunni í sumar þannig að þetta er kærkomið. Og svo hefur veðrið verið alveg frábært." Það ríkir yfirleitt mikil eftirvænting á heimilum landsins þegar ný persóna frá Pétri birtist í nýrri þáttaröð en leikarinn vendir kvæði sín í kross í Heimsendi. Síðustu þrjár sjónvarpspersónur – Ólafur Ragnar úr Vaktar-seríunum, Davíð í Stóra planinu og Sigurður Guðmundsson, eigandi Hlemmavideós – hafa verið svolítið seinheppnar í sínu lífi en iðjuþjálfinn Lúðvík er bæði glaðlyndur og jákvæður. „Það eru ekki til vandamál heldur bara lausnir hjá honum. Og þannig eru iðjuþjálfarar, þeir sjá allt í lausnum." Pétur eyddi drjúgum tíma í að kynna sér hvað það er sem iðjuþjálfarar gera, fór og ræddi við þá um þeirra daglega starf og nálgun. „Og svo fékk ég að heimsækja Hlutverkasetrið og eyða þar broti úr degi og ræða við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða." Það hefur oft loðað við leikara að þeir séu hálf-manískir í nálgun sinni á persónum, sökkvi tönnunum djúpt í persónuna en Pétur segir slíka lýsingu ekki eiga við sig. „Ég tek það sem ég er að gera mjög alvarlega en ég fór líka alveg í fellihýsaferðir og sumarbústað í sumar. Ég þurfti bara að passa mig á því að verða ekki brúnn, það var eina skipunin sem ég fékk enda gerist Heimsendir yfir eina helgi. Ég hefði kannski gert hlutina öðruvísi ef hlutverkið hefði verið öðruvísi, en þar sem ég leik dagfarsprúðan mann sem tekur lífið ekkert of alvarlega þá þurfti ég ekki að kafa neitt voðalega djúpt. Enda tel ég mig vera frekar dagfarsprúðan að eðlisfari." Pétri gafst ekki mikill tími til að sinna áhugamáli sínu, veiðimennskunni, í sumar en náði þó að fara í eina ferð með JörundiRagnarssyni þegar tökum á Heimsendi lauk. „Við veiddum ekkert. Og það er orðið svolítið einkennandi fyrir mínar veiðiferðir, ég fæ yfirleitt ekki mikið. Þetta „veiða/sleppa"-hugtak snýst eiginlega alveg við hjá mér, ég sleppi því bara að veiða fiskinn," segir Pétur og hlær. Hann kveðst ekki vera stressaður fyrir frumsýningar á myndum sínum eða sjónvarpsþáttum heldur sé hann bara miklu meira spenntur fyrir að heyra hvað fólki finnst. „Ég hef alltaf litið svo á að ég hafi gert mitt besta og meira geti ég ekki gert. Ég verð hins vegar alltaf stressaður þegar ég stíg á svið, ég losna aldrei við þann skrekk." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira