Loks kominn með bílpróf eftir áratugs þrautagöngu 13. september 2011 08:00 Mynd úr safni. „Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
„Ég var búinn að fresta þessu nógu lengi,“ segir Ágúst Bent, rappari og leikstjóri grínþáttanna Steindinn okkar. Bent fékk loksins bílprófið á föstudaginn í síðustu viku, 28 ára gamall. Prófið fékk hann ekki þrautalaust, en bílprófssaga hans teygir sig yfir síðasta áratug eða svo. „Ég hef alltaf haft temmilega lítinn áhuga á þessu, en það var aldrei planið að vera ekki með bílpróf. Þetta var bara eitt af þessu sem frestaðist,“ segir Bent, sem byrjaði að læra á bíl þegar hann var 17 ára gamall. „Svo flosnaði ég upp úr því í kjölfarið á smá óhappi. Ég lenti í árekstri þegar ég var að stelast til að keyra án bílprófs.“ Þegar Bent var 24 ára gamall gerði hann aðra tilraun til að taka prófið, en það gekk ekki upp. „Ég fór í gegnum allt kerfið og féll á verklega prófinu. Þá var ég svo fúll að ég reyndi ekki aftur,“ segir hann. „Í sumar byrjaði ég svo aftur og féll reyndar aftur á verklega prófinu, en ákvað að leyfa mér ekki að verða jafn fúll og síðast. Ég fór því, reyndi enn einu sinni og náði.“ Bent gengur að eigin sögn vel að fóta sig í umferðinni og þakkar því meðal annars að vera með sjálfskiptan bíl að láni frá móður sinni. „Það hjálpar helling,“ segir hann. „Mér finnst mjög gaman að keyra. Ég keyri reyndar hægt, en ég held að ég keyri ekki svo hægt að ég eyðileggi umferðina fyrir öllum hinum. Ég verð betri með hverjum deginum — það er gaman að keyra um og hlusta á músík.“ Vinir Bents fagna bílprófinu eflaust mest þar sem þeir geta loksins innheimt áratug af skutli hingað og þangað. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég skulda mörgum far, enda búinn að vera að skutla mönnum í vinnuna síðustu daga,“ segir Bent. En eru bílakaup á döfinni? „Ég er búinn að vera að skoða og kaupi örugglega bíl fljótlega. Ég veit náttúrulega ekkert um bíla, þannig að ég þarf að finna einhvern sem veit eitthvað um bíla svo ég verði ekki höstlaður.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira