Edda hjálpar liðinu úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2011 06:00 Sigurður Ragnar var kátur á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira