Íslenski boltinn

Fyrrum þjálfari Indlands og Kína vill þjálfa Ísland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bobby Houghton hefur komið víða við á löngum ferli.
Bobby Houghton hefur komið víða við á löngum ferli. Nordic Photos / Getty Images
Svo virðist sem margir innlendir og erlendir þjálfarar hafi áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni sem hættir í október.

Fréttablaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að á meðal umsækjenda um starfið sé hinn 63 ára gamli Englendingur, Bobby Houghton. Eflaust þekkja ekki margir Íslendingar kappann en hann hefur 30 ára reynslu í faginu og hefur þjálfað í tíu löndum.

Hann var síðast landsliðsþjálfari Indlands en lét af því starfi fyrir tveimur mánuðum. Houghton hefur einnig þjálfað landslið Kína og Úsbekistans svo fátt eitt sé nefnt.

Houghton gerði Malmö að stórveldi áður en hann lagðist í víking og kom liðinu meðal annars í úrslit Evrópukeppninnar árið 1979.

Heimildir Fréttablaðsins herma að Houghton sé mjög spenntur fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið og bíði nú svara frá KSÍ um hvort hann komi til greina í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×