Félögin vilja sjá erlendan þjálfara Hans Steinar Bjarnason skrifar 5. september 2011 07:00 Ólafur Jóhannesson lýkur fljótlega störfum hjá KSÍ og á meðan leita forkólfar sambandsins að arftaka hans.fréttablaðið/anton Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6 Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Ólafur Jóhannesson á aðeins eftir að stýra íslenska karlalandsliðinu í tveimur leikjum í viðbót. Gefið hefur verið út að hann fái ekki nýjan samning að lokinni núverandi undankeppni. Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, er því að leita að nýjum þjálfara um þessar mundir og hafa ýmsir menn verið orðaðir við starfið á síðustu dögum. Nægir þar að nefna menn eins og Willum Þór Þórsson, Guðjón Þórðarson og Teit Þórðarson. Umræðan um erlendan þjálfara er einnig afar hávær og samkvæmt könnun Stöðvar 2 meðal þingfulltrúa KSÍ vill helmingur þeirra sjá erlendan þjálfara í brúnni. Þessir þingfulltrúar eru fulltrúar knattspyrnufélaganna og ef félögin réðu ferðinni þá myndi KSÍ ráða erlendan þjálfara. 45 knattspyrnufélög áttu samtals 135 fulltrúa með atkvæðisrétt á síðasta ársþingi KSÍ. Þar af eru 85 fulltrúanna skráðir á vef KSÍ sem stjórnarmeðlimir sinna knattspyrnudeilda. Íþróttadeild hringdi í þessa 85 aðila og lagði fram spurninguna: Hver vilt þú að verði næsti landsliðsþjálfari? Svarhlutfallið var 82 prósent. Af þeim 70 sem svöruðu vilja 35, eða 50 prósent, að erlendur þjálfari verði ráðinn til að taka við af Ólafi. Fæstir gátu nefnt ákveðinn erlendan þjálfara á nafn en flestir voru á því máli að fullreynt væri í bili með íslenskan þjálfara. Guðjón Þórðarson fékk flest atkvæði íslenskra þjálfara eða ellefu. Rúnar Kristinsson kom næstur með sex atkvæði. Vilji félaganna í landinu er því nokkuð skýr en hvað finnst Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, um niðurstöðu þessarar könnunar? „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart,“ sagði Geir en stjórn KSÍ hefur falið honum og Þóri Hákonarsyni, framkvæmdastjóra KSÍ, að finna og ráða nýjan þjálfara fyrir landsliðið. „Það hafa fjölmargir þjálfarar erlendis frá haft samband. Við erum með augun opin fyrir íslenskri og erlendri lausn,“ sagði Geir en hann segir fólk í knattspyrnuheiminum vel vita af því að starfið sé á lausu og því sé engin þörf á að auglýsa starfið. Heimildir fréttastofu herma að á meðal þeirra sem komi til greina í starfið sé Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Svíþjóðar og Nígeríu. Geir sagði að ekki væri búið að ræða við neinn um starfið enn sem komið er. Rúnar Kristinsson og Eyjólfur Sverrisson hafa báðir gefið það út að þeir hafi ekki áhuga á starfinu. Aftur á móti hafa þeir Guðjón Þórðarson, Teitur Þórðarson og Willum Þór allir tekið vel í að ræða við KSÍ ef sambandið hafi á annað borð áhuga á því að ræða við þá.Svör þingfulltrúa KSÍ: Erlendur þjálfari 35 (50%) Guðjón Þórðarson 11 (16%) Rúnar Kristinsson 6 (9%) Willum Þór Þórsson 5 (7%) Eyjólfur Sverrisson 4 (6%) Teitur Þórðarson 3 (4%) Heimir Hallgrímsson 3 (4%) Bjarni Jóhannsson 1 (2%) Ólafur Kristjánsson 1 (2%) Svarhlutfall 82% (70 manns) Óákveðnir: 9 Náðist ekki í: 6
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira