Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Brjánn Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 03:15 Ferðamenn geta horft á heimildarmynd um gosið í Eyjafjallajökli í gestastofunni, og sumir verða fyrir miklum áhrifum af henni segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Mynd/Ólafur Eggertsson Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira