Látin leika vondar konur af því ég er svo góð manneskja 31. ágúst 2011 13:00 Katla Margrét Þorgeirsdóttir verður vond í ár en hún talar fyrir Hel í teiknimyndinni Þór og leikur vondu nornina í Galdrakarlinum í Oz. Fréttablaðið/GVA „Ég er nú vön þessu, er yfirleitt fengin til að leika ráðríku, leiðinlegu og freku eiginkonuna,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. Búið er að skipa í helstu raddhlutverk teiknimyndarinnar Þórs sem frumsýnd verður seinna á þessu ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá mun Atli Rafn Sigurðarson tala fyrir þrumuguðinn en Laddi fyrir hamarinn hans, Mjölni. Katla Margrét verður hins vegar helsti óvinur Þórs, sjálf Hel sem reynir að gera Þór lífið leitt. Árið hjá Kötlu virðist ætla að verða tileinkað vondum konum því hún leikur einnig illa innrættu nornina í uppfærslu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz sem frumsýnd verður um miðjan september. „Þetta helgast af því að ég er svo góð. Ekki leikkona, heldur manneskja. Leikstjórar virðast álíta að þetta sé mikil áskorun fyrir mig að leika svona vondar konur,“ segir Katla Margrét og hlær. Hún segist ekki hafa sett sig í neinar stellingar í prufunum heldur hafi hún reynt að elta einhvern útlending sem hafði þegar talað inn á hlutverkið. „En ég var látin prófa nokkrar rullur.“ Það verður valinn maður í hverju rúmi í öðrum hlutverkum. Egill Ólafsson talar fyrir Óðin sem er æðstur allra ása og Örn Árnason mun tala fyrir hinn góðglaða Heimdall. Esther Talía Casey verður síðan í hlutverki Freyju, Þröstur Leó Gunnarsson verður stórvinur Þórs og Ágústa Eva Erlendsdóttir talar fyrir Eddu, aðra vinkonu Þórs. Teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór er dýrasta kvikmynd sem Íslendingar hafa ráðist í að gera en hún er jafnframt fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson, handritshöfundur er Friðrik Erlingsson, útlitshönnuður er Gunnar Karlsson en það er teiknimyndafyrirtækið Caoz sem sér um framleiðslu hennar. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Ég er nú vön þessu, er yfirleitt fengin til að leika ráðríku, leiðinlegu og freku eiginkonuna,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona. Búið er að skipa í helstu raddhlutverk teiknimyndarinnar Þórs sem frumsýnd verður seinna á þessu ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá mun Atli Rafn Sigurðarson tala fyrir þrumuguðinn en Laddi fyrir hamarinn hans, Mjölni. Katla Margrét verður hins vegar helsti óvinur Þórs, sjálf Hel sem reynir að gera Þór lífið leitt. Árið hjá Kötlu virðist ætla að verða tileinkað vondum konum því hún leikur einnig illa innrættu nornina í uppfærslu Borgarleikhússins á Galdrakarlinum í Oz sem frumsýnd verður um miðjan september. „Þetta helgast af því að ég er svo góð. Ekki leikkona, heldur manneskja. Leikstjórar virðast álíta að þetta sé mikil áskorun fyrir mig að leika svona vondar konur,“ segir Katla Margrét og hlær. Hún segist ekki hafa sett sig í neinar stellingar í prufunum heldur hafi hún reynt að elta einhvern útlending sem hafði þegar talað inn á hlutverkið. „En ég var látin prófa nokkrar rullur.“ Það verður valinn maður í hverju rúmi í öðrum hlutverkum. Egill Ólafsson talar fyrir Óðin sem er æðstur allra ása og Örn Árnason mun tala fyrir hinn góðglaða Heimdall. Esther Talía Casey verður síðan í hlutverki Freyju, Þröstur Leó Gunnarsson verður stórvinur Þórs og Ágústa Eva Erlendsdóttir talar fyrir Eddu, aðra vinkonu Þórs. Teiknimyndin Hetjur Valhallar: Þór er dýrasta kvikmynd sem Íslendingar hafa ráðist í að gera en hún er jafnframt fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Jónasson, handritshöfundur er Friðrik Erlingsson, útlitshönnuður er Gunnar Karlsson en það er teiknimyndafyrirtækið Caoz sem sér um framleiðslu hennar. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira