Valinn maður í hverju rúmi 31. ágúst 2011 08:00 Sálgæslan - Dauði og djöfull - plötukápa Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Sigurður semur öll lögin og nokkra texta á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Sálgæslan, Dauði og djöfull, en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson á aðra texta. Nafn hljómsveitarinnar vísar í sálartónlist, en á Dauða og djöfli mætast sálartónlist, blús og djass. Hljómsveitin er sérvalin fyrir þetta verkefni. Um sönginn sjá Andrea Gylfadóttir, ókrýnd blúsdrottning Íslands, og sálarkóngurinn Stefán Hilmarsson. Hljóðfæraleikurinn er í höndum trommuleikarans Einars Scheving, Þóris Baldurssonar sem leikur á Hammond, og Sigurðar sjálfs sem spilar á saxófóna. Auk þeirra koma nokkrir aðstoðarmenn við sögu, m.a. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ari Bragi Kárason trompetleikari og Bergur Þórisson básúnuleikari. Eins og áður segir er tónlistin á Dauða og djöfli sambland af sálar-tónlist, blús og djassi. Titillagið sem platan hefst á er t.d. hraður sálarsmellur, lag númer tvö er hreinræktaður blús, þriðja lagið er poppskotin ballaða með hóflegri strengjaútsetningu og það fjórða er léttleikandi sveifla. Og þannig dansar platan á mörkum fyrrnefndra tónlistarstefna, sem eru auðvitað náskyldar. Flest laganna fjórtán gætu hafa verið samin í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld eða svo. Það er klárlega ekki verið að brjóta blað tónlistarlega með Dauða og djöfli, en þetta er gæðatónlist flutt af tilfinningu og með tilþrifum. Fínar lagasmíðar og góður flutningur, bæði söngvara og hljóðfæraleikara gefa henni gildi. Aðdáendur Andreu og Stefáns ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara. Lífið Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Sjá meira
Sigurður Flosason saxófónleikari hefur verið afkastamikill í plötuútgáfu undanfarin ár og hefur ráðist í mjög ólík verkefni, m.a. spunakonserta með Sinfóníuhljómsveit Íslands, stórsveitartónlist og margs konar annan djass. Sigurður semur öll lögin og nokkra texta á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Sálgæslan, Dauði og djöfull, en Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson á aðra texta. Nafn hljómsveitarinnar vísar í sálartónlist, en á Dauða og djöfli mætast sálartónlist, blús og djass. Hljómsveitin er sérvalin fyrir þetta verkefni. Um sönginn sjá Andrea Gylfadóttir, ókrýnd blúsdrottning Íslands, og sálarkóngurinn Stefán Hilmarsson. Hljóðfæraleikurinn er í höndum trommuleikarans Einars Scheving, Þóris Baldurssonar sem leikur á Hammond, og Sigurðar sjálfs sem spilar á saxófóna. Auk þeirra koma nokkrir aðstoðarmenn við sögu, m.a. Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Ari Bragi Kárason trompetleikari og Bergur Þórisson básúnuleikari. Eins og áður segir er tónlistin á Dauða og djöfli sambland af sálar-tónlist, blús og djassi. Titillagið sem platan hefst á er t.d. hraður sálarsmellur, lag númer tvö er hreinræktaður blús, þriðja lagið er poppskotin ballaða með hóflegri strengjaútsetningu og það fjórða er léttleikandi sveifla. Og þannig dansar platan á mörkum fyrrnefndra tónlistarstefna, sem eru auðvitað náskyldar. Flest laganna fjórtán gætu hafa verið samin í Bandaríkjunum fyrir hálfri öld eða svo. Það er klárlega ekki verið að brjóta blað tónlistarlega með Dauða og djöfli, en þetta er gæðatónlist flutt af tilfinningu og með tilþrifum. Fínar lagasmíðar og góður flutningur, bæði söngvara og hljóðfæraleikara gefa henni gildi. Aðdáendur Andreu og Stefáns ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara.
Lífið Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Sjá meira