Höfundur Ísfólksins hjólar í Ríkissjónvarpið 27. ágúst 2011 11:00 Margit Sandemo rithöfundur er ósátt við nafnið á nýjum sjónvarpsþætti Ragnhildar Steinunnar sem nefnist Ísfólkið. Hún vill að RÚV breyti nafninu og Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun. „Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Margit Sandemo og fjölskylda hennar fengu veður af þessari nafngift og hafa óskað eftir því að RÚV breyti þessu. Enda á hún þetta nafn," segir Sigrún Halldórsdóttir, bókaútgefandi í Kaupmannahöfn. Hún gefur út bækur norska höfundarins Margit Sandemo, en þeirra á meðal eru hinar vinsælu Ísfólksbækur sem selst hafa í milljónum eintaka. Norska skáldið er hins vegar ekki sátt við nafnið á nýjum þætti Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, sem heitir einmitt Ísfólkið, og vill að RÚV breyti þessu hið snarasta. Sigrún segir að hún hafi þegar leitað til Félags íslenskra bókaútgefanda með þetta mál og hún ætlar að fara með það alla leið ef þörf krefur. „Ég er einfaldlega skuldbundin til þess. Það er hluti af okkar samningi við hana að við verndum hennar hugverk fyrir svona stuldi," segir Sigrún, sem hyggst í framhaldinu sækja um einkaleyfi á nafninu Ísfólkið.„Svona hlutir þekkjast ekki í Danmörku en þetta er í annað sinn sem ég stend í svona stappi á Íslandi," bætir Sigrún við og rifjar upp að fyrir tveimur árum hafi verið gerðar upptækar bækur eftir Sandemo sem prentaðar voru í leyfisleysi á lélega prentvél og seldar í Kolaportinu. „Fólk verður að fá að eiga sín hugverk í friði og Ísfólkið er nafn sem flestir tengja við Sandemo." Í Ísfólkinu hittir Ragnhildur Steinunn unga íslenska eldhuga sem hafa skarað fram úr, hver á sínu sviði. Meðal gesta eru Gunnar Nelson bardagakappi og leikararnir Anita Briem og Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Þættirnir hefja göngu sína á fimmtudagskvöld. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir málið vera í skoðun innan veggja RÚV. „Við erum að kanna þetta, annars vegar hver lögformlega hliðin á málinu er og hins vegar hvert sanngirnissjónarmiðið er. Menn hljóta að þurfa að velta því fyrir sér hvort bækurnar hljóti tjón af því að sjónvarpsþáttur nefnist þessu nafni. Við viljum ekki brjóta nein lög heldur ætlum einfaldlega að leggja mat á hversu gild þessi sjónarmið eru og síðan tökum við í framhaldinu afstöðu til þess hvort ástæða sé til að breyta nafninu," segir Páll. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent