Lífið

María fékk nóg af ónæði frá leikurum

Hrifin Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, finnst "ekki leikhússtjóri“ vera fyndinn starfstitill og langar að hitta nöfnu sína sem gafst upp á símhringingum frá leikurum.
Hrifin Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, finnst "ekki leikhússtjóri“ vera fyndinn starfstitill og langar að hitta nöfnu sína sem gafst upp á símhringingum frá leikurum.
María Sigurðardóttir, hárgreiðslunemi í Reykjavík, er skráð til heimilis á Akureyri og hefur gefist upp á því að vera ruglað saman við nöfnu sína, Maríu Sigurðardóttur, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún brá því á það ráð að setja „ekki leikhússtjóri" fyrir aftan nafnið sitt á vefsíðunni já.is. Jólakort frá þjóðþekktum leikara gerði útslagið en hann þakkaði Maríu kærlega fyrir samstarfið á árinu sem var að líða.

„Ég fékk nokkur símtöl á dag og fólk var oft að spyrja hvort ég væri leikhússtjórinn á Akureyri," segir María, sem hafði þó lítinn áhuga á að ræða þetta mál við Fréttablaðið. Hún sagði að jólakortið hefði ýtt henni út í þessa breytingu og nú fær hún ekki lengur símhringingar frá vongóðum leikurum. María fær því frið til að stunda hárgreiðslunám sitt í friði.

Leikhússtjórinn María Sigurðardóttir sagðist hafa heyrt af þessari breytingu hjá nöfnu sinni og fannst hún alveg stórskemmtileg og fyndin. „Mér finnst þetta gott hjá henni og við tvær þyrftum einhvern tímann að hittast, hún fær mínar bestu kveðjur," segir María en hún var að leggja lokahönd á bækling frá leikfélaginu þar sem komandi leikár verður kynnt. „Ætli Gulleyjan með Birni Jörundi verði ekki stóra sprengjan í ár."- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×