Lífið

Ítalska Vogue sakað um kynþáttahatur

Franca Sozzani, ritstjóri ítalska Vogue, kennir lélegri þýðingu frá ítölsku yfir á ensku um mistökin. Hér er hún með Giorgio Armani fatahönnuði.Nordicphotos/getty
Franca Sozzani, ritstjóri ítalska Vogue, kennir lélegri þýðingu frá ítölsku yfir á ensku um mistökin. Hér er hún með Giorgio Armani fatahönnuði.Nordicphotos/getty
Á vefsíðu tískutímaritsins ítalska Vogue er að finna tískuþátt sem vakið hefur hörð viðbrðgð lesenda. Um er að ræða tískuþátt sem fjallar um nýja tískubylgju í eyrnalokkatísku, eða gullhringi. Höfundur tískuþáttarins ákvað að nota fyrirsögnina „Þrælalokkar“ og í textanum er lögð áhersla á að gullhringir hafi í gegnum tíðina verið mest notaðir af „lituðum konum sem komu til suðurhluta Bandaríkjanna gegnum þrælaverslun“.

Lesendur blaðsins eru æfir og samskiptasíðurnar Facebook og Twitter loga vegna málsins. Þykir Vogue hafa sýnt lélega dómgreind í orðavali og vilja lesendur meina að ósmekklegt sé að blanda þrælahaldi inn í tískuumfjöllun.

Franca Sozzani, ritstjóri ítalska Vogue, hefur beðist velvirðingar á tískuþættinum og kennir lélegri þýðingu frá ítölsku yfir á ensku um mistökin. Tískuþátturinn var fjarlægður af netinu á mánudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×