Yfirgefur Dalvík af illri nauðsyn og flytur suður 26. ágúst 2011 07:00 með strákunum Matti með strákunum sínum tveimur sem hafa æft með Víkingi í sumar. Feðgarnir eru að flytja til Reykjavíkur eftir fjögurra ára dvöl á Dalvík.fréttablaðið/anton „Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
„Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið